fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

FBI-uppljóstrari segir að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að tæla Elon Musk með kynlífi og dópi

Pressan
Þriðjudaginn 20. maí 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir fréttamiðlar greina nú frá ótrúlegum ásökunum í garð rússnesku leyniþjónustunnar sem minna helst á kvikmyndahandrit. Því er haldið fram að rússneska leyniþjónustan hafi freistað þess að ná tangarhaldi á auðkýfingnum Elon Musk með markvissum hætti og með því að nota kynlíf og fíkniefni.

Fyrrverandi starfsmaður alríkislögreglunnar FBI, leyniþjónustumaðurinn Jonathan Buma, segir að rússneska leyniþjónustan hafi haldið úti sérstökum aðgerðum til að ná tökum á tæknirisum í Síkilkondalnum. Þessar aðgerðir hafi náð til auðkýfinga á borð við Elon Musk sem og athafnamannsins Peter Thiel. Hluti af þessum aðgerðum var að njósna um þessa aðila, til að finna einhverjar upplýsingar sem hægt væri að nota til að kúga þessa aðila til samvinnu og hlýðni.

Meðal annars hafi rússneska leyniþjónustan séð sér leik á hendi þar sem Musk væri mjög veikur fyrir „lauslátum konum og fíkniefnaneyslu, einkum ketamíni,“ sagði Buma í nýlegri heimildarmynd þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ZDF. Musk hafi til dæmis verið hrifinn af eyðimerkurreifinu Burning Man, klámefni og fjárhættuspili. Þetta hafi Rússar séð sem höggstað á ríkasta manni heims.

Því er eins haldið fram að Musk hafi átt í beinum samskiptum við forseta Rússlands, Vladimir Pútín, síðan að minnsta kosti 2022, ef ekki fyrr.

Buma starfaði í 16 ár við gagnnjósnir fyrir FBI, en hann var handtekinn í mars og ákærður fyrir brot á þagnarskyldu er hann deildi ríkisleyndarmálum með útgáfufyrirtæki. Buma gengur nú laus gegn tryggingu.

Buma segir við ZDF að hann hafi ekki heimild til að upplýsa hvernig FBI komst yfir þessar upplýsingar sem greinir frá hér að ofan en fullyrðir þó að það séu ríkar sannanir fyrir sannleiksgildi þeirra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“