fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. maí 2025 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með 1. júní næstkomandi verður ekki lengur hægt að staðgreiða fargjöld með reiðufé um borð í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Þetta á ekki við um landsbyggðarvagna þar sem áfram verður hægt að borga með reiðufé eða greiðslukorti (posakerfi).

Áfram verður hægt að kaupa fargjöld með reiðufé í móttöku Strætó, Hesthálsi 14.

 Margir greiðslumöguleikar

Úrval greiðslumöguleika hefur aukist en nú er til dæmis hægt að greiða snertilaust með greiðslukorti um borð í öllum vögnum innan höfuðborgarsvæðisins en einungis 2,3% viðskiptavina greiða nú með reiðufé um borð í Strætó.

Hægt er að kaupa Klapp tíur og Klapp kort með reiðufé á sölustöðum Strætó en samhliða þessari breytingu verður sölustöðum fjölgað og frá og með 1. júní verður hægt að kaupa Klapp tíur og kort í flestum sundlaugum innan Reykjavíkur.

Greiðslumöguleikar í boði fyrir viðskiptavini:

  • Snertilausar greiðslur
  • Klapp kort
  • Klappið app
  • Klapp tíur

 

Vanti viðskiptavinum aðstoð vegna þessara breytingar er hægt að hafa samband við þjónustuver Strætó í síma 540 2700.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Í gær

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp