fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 16. maí 2025 14:15

Mynd: Grok. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þar sem maður er sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. Ákært var vegna umferðarslyss sem átti sér stað í Öxnadal í nóvember árið 2020. Maðurinn ók bíl norður Hringveg í Öxnadal, á a.m.k. 142 km/klst. hraða, þar sem leyfilegur hámarkshraði  var 90 km. Lenti bíllinn út af veginum í beygiu og eftir vegarkanti þar til hann hafnaði á uppfyllingu yfir rör í gegnum veginn, og kastaðist af uppfyllingunni inn á tún sem er við veginn. Þar lenti bíllinn á hvolfi og kviknaði í honum.

Bæði ökumaðurinn og kona sem var farþegi í bílnum slösuðust. Ökumaðurinn hlaut andlitsbrot, sprungu í, sprungu í hálshryggjarlið og afrifubrot á vinstra fæti.

Farþeginn hlaut mörg brot á hálshrygg, brot á neðri enda sköflungs, brot á öxl, brot á lendarliðum, tannarliðhlaup, brot á vanga og kinnkjálkabeinum, brot á lendarliðum, brot á fingrum og mikið lungnamar á báðum lungum og örlítið loftbrjóst í vinstra lunga.

Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist telja sig hafa verið á um 90 km hraða þegar slysið varð. Rannsókn prófessors í vélaverkfræði við HÍ leiddi í ljós að hraðinn hefði að minnsta kosti verið 142 km/klst.

Hafi verið mjög óhugnanlegt

Vitni sem tilkynnti um slysið, kona sem var að aka um sömu slóðir, lýsti slysinu með eftifarandi hætti, samkvæmt texta dómsins:

„Vitnið B kvaðst sjá atvik ljóslifandi fyrir sér þó nokkuð sé um liðið. Hún hafi verið að aka fram hjá Ytri Bægisá á mótum Hörgárdals og Öxnadals þegar hún hafi mætt bifreið ákærða sem ekið hafi verið alveg úti í kanti vegarins, bifreiðin verið alveg utan í vegriðinu og hún séð fyrir sér að bifreiðin myndi fara út af um leið og hún kæmi af vegriðinu. Ökumaður hafi hvorki breytt stefnu bifreiðarinnar né dregið úr hraða. Hún hafi óttast að bifreiðin myndi fara beint ofan í gilið og myndi geta lent á sér og hugsað um hvað hún gæti gert til að forðast árekstur. Þetta hafi verið mjög óhugnanlegt því svo hafi virst sem enginn væri við stjórn á bifreið ákærða. Bifreiðin hafi bara borist með vegriðinu. Bifreiðin hafi síðan „tekið flugið“ eftir að hún kom af handriðinu. Bifreiðin hafi tekist á loft, hún hafi séð undir bifreiðina og horft á hana í baksýnis- og hliðarspeglinum alveg þar til hún hafi lent á jörðinni. Vitnið hafi snúið við og ekið að Syðri Bægisá til að kalla eftir hjálp. Hún hafi hringt í Neyðarlínuna og kallað eftir aðstoð. Hún hafi verið með 1 árs dóttur sína í bifreiðinni og ekki viljað yfirgefa hana, en fylgst með þegar aðstoð kom. Aðspurð um hraða bifreiðar ákærða kveður hún hann hafa verið á yfir 100 km/klst hraða, en hún geti ekki sagt til um hraðann. Samkvæmt hennar upplifun hafi ákærði ekki verið á ofsahraða, en erfitt sé fyrir hana að leggja mat á hve mikill hraðinn hafi verið.“

Taldi sök fyrnda

Héraðsdómur fann manninn sekan samkvæmt ákæru og dæmdi hann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Einnig var hann dæmdur til að greiða sakarkostnað upp á rúmlega tvær milljónir króna.

Dómurinn í héraðsdómi var kveðinn upp 10. maí 2024, um þremur og hálfu ári eftir atvikið. Málinu var áfrýjað til Landsréttar, sem kvað upp dóm í gær, fimmtudag. Fyrir Landsrétti bar maðurinn því við að vegna dráttar á rannsókn málsins væri sök hans fyrnd. Á þetta féllst Landsréttur ekki og staðfesti dóminn yfir manninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Í gær

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp