fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. maí 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lýðræðið hefur lengi verið talið eitt af grundvallaratriðum vestrænna samfélaga – undirstaða velfarnaðar okkar. Þrátt fyrir það er núverandi mynd þess aðeins um 180 ára gömul. Hugmyndin er sú að almenningur hafi raunveruleg áhrif á ákvarðanir sem snerta líf sitt. En höfum við misst stjórnina? Erum við á leiðinni inn í kerfi þar sem lýðræði þjónar aðeins fáum, sérhagsmunum og peningavöldum?“ segir Einar G. Harðarson fasteignasali, í aðsendri grein á Vísir.is í dag.

Einar hefur áhyggjur af því hvað dregið hefur úr þátttöku almennings í stjórnmálastarfi og telur að kjósendur séu farnir að nálgast stjórnmál eins og neytendur á markaði að velja um vörur. Stjórnmálabaráttan snúist um markaðssetningu.

„Þegar litið er til baka má sjá að þátttaka fólks í stjórnmálum var áður mun virkari. Fólk bar út blöð, dreifði bæklingum og skipulagði fjáröflun. Á fundum og í umræðu mótaði fólk stefnu sinna flokka. Þetta skapaði sterk tengsl milli flokks og fólks. Flokkarnir byggðu á samstöðu og þátttöku og upp úr þessu starfi fæddust forystumenn með raunverulegan stuðning flokksmanna.

Í dag hefur þetta breyst. Stjórnmálaflokkar þurfa ekki lengur á virku grasrótarstarfi að halda. Á síðustu árum hafa þeir fengið um 9 milljarða króna úr ríkissjóði til reksturs. Slíkt fjármagn átti að draga úr þörf þeirra fyrir stuðning frá fyrirtækjum og auðmönnum. Þrátt fyrir það halda stórfyrirtæki áfram að styrkja flokka með milljónagreiðslum.

Í stað þess að treysta á fólk snýst baráttan nú um markaðssetningu. Flokkarnir nýta fjármuni í auglýsingar, ráðgjafa og markaðsrannsóknir til að stýra orðræðu og stefnu þannig að hún höfði til kjósenda – oft án raunverulegrar sannfæringar eða langtímahugsunar. Þetta sést vel í Bandaríkjunum þar sem stórir hópar framkvæma kannanir til að finna hvaða mál skipta fólk mestu máli í fylki eða borg og í kjölfarið eru herferðir og ræður sniðnar eftir niðurstöðunum – allt til að fá atkvæði, ekki endilega til að leysa vandann.“

Einar segir að þessi þróun valdi því að völd sérhagsmunaaðila aukist. Um allan heim séu lýðræðislegar stofnanir að veikjast, fjölmiðlafrelsi hafi skerst og dómstólar séu orðnir pólitískir. Almenningur komi ekki að ákvarðanatöku. Hann veltir því fyrir sér hvor við getum snúið þessari þróun við og hvetur fólk til virkrar umræðu:

„Spurningin er hvort við getum snúið þessari þróun við. Getum við endurvakið raunverulega þátttöku fólks og styrkt lýðræðislegar stofnanir áður en það verður of seint? Lýðræði krefst virkni, ekki þöggunar. Það er ekki nóg að kvarta í hljóði. Við verðum að ræða málin, mynda nýja grasrót og krefjast þess að stjórnmálin þjóni fólkinu. Á meðan við sitjum hjá færist völdin smám saman frá almenningi til fárra.“

Greinin er hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Í gær

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp