Þrír eru með stöðu sakbornings vegna brunans á meðferðarheimilinu Stuðlum þann 19. október síðastliðinn. 17 ára piltur, Geir Örn Jacobsen, lést í brunanum.
RÚV greinir frá þessu.
Lögreglurannsókn hefur staðið yfir í sjö mánuði. Að sögn Elínar Agnesar Eide Kristínardóttur, yfirlögregluþjóns á rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er rannsóknin langt komin. Beðið er eftir gögnum frá ákveðinni stofnun áður en málið fari á ákærusvið.
Ekki er upp gefið hverjir sakborningarnir eru. Það er hvort um sé að ræða vistmenn, starfsmenn eða aðra.