fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 14. maí 2025 14:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötug kona, sem er öryrki og fer ferða sinn í rafskutlu áþekka þeirri sem myndin sýnir, varð fyrir árás, áreiti og eftirför ungmenna á bíl í Salahverfi síðdegis í gær. Ungmennin beittu mjög öflugru vatnsbyssu og bunuðu á rafskutlu konunnar svo af hlaust þungt högg, þannig að farartækið kipptist til.

„Mér fannst þetta skuggalegt,“ segir konan í viðtali við DV.

„Ég var á planinu fyrir utan Netto þegar ég var vör við að þung vatnsbuna lenti á planinu fyrir framan mig. Þá tók ég eftir hvítum smábíl með ungum drengjum sem var ekið framhjá. Ég hélt áfram ferð minni á leið í Salalaug í sund og hélt að þetta væri búið. Þegar ég er lögð af stað og er að fara niður brekkuna á leiðinni í Salalaugina fæ ég svakalega þungt högg á hliðina svo rafskutlan kipptist til og úlpan mín blotnaði. Mér brá mikið,“ segir konan og upplýsir að tveir drengir, að virtust undir tvítugu, hafi seti frammi í og einhverjir hafi verið aftur í líka. Bíllinn var hvítur.

Konan var ekki með hjálm enda gerist þess ekki þörf við akstur á rafskutlum. Það átti því ekki að fara framhjá piltunum að þeir voru að áreita eldri konu. „Ég hef aldrei séð þessa stráka áður. Mér fannst óhugnanlegt að þeir skyldu veita mér eftirför,“ segir hún.

Hún segir að vatnsbyssan sem beitt var hafi ekki verið nein venjulegt leikfang heldur af mjög öflugri gerð. „Ég veit ekki hvað hefði gerst ef ég hefði fengið bununa í höfuðið. Þetta var rosalegt högg.“

Konan er mjög slegin eftir atvikið. „Mér fannst þetta ömurlegt,“ segir hún og greinir DV frá því að þetta atvik ýfi upp gömul sár. Áður en hún tók rafskutlu í notkun var hún á rafmagnshjóli en lenti tvisvar í því að vera ekin niður er hún var á rafmagnshjólinu. „Ég þurfti að fara til læknis og láta gera að sárum mínum. Þetta ýfir upp þá minningu.“

Konan tilkynnti árásina í gær til lögreglu og gaf eins góða lýsingu á bílnum og árásarmönnunum og hún gat. Segir hún að lögregla hafi ætla að kanna málið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf
Fréttir
Í gær

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“