fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 13. maí 2025 13:00

Unglingarnir láta sig hverfa eftir að hafa hrellt íbúana. Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur unglinga hefur verið að hrella íbúa á Vallahverfinu að undanförnu. Berja þeir á hurðir og taka myndbönd af því fyrir samfélagsmiðla, íbúum til mikillar ógnar og armæðu. Sams konar mál kom upp í Vesturbænum fyrir nokkrum árum.

„Mig langar að vekja athygli á mjög óþægilegu og truflandi athæfi sem hefur átt sér stað við heimili mitt frá og með föstudegi. Þá hófst það að þessir unglings strákar hafa verið að koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli og hlaupa frá á hverju kvöldi milli kl 20:00-22:00 sem er óþolandi,“ segir kona sem býr á Völlunum í íbúagrúbbu hverfisins á samfélagsmiðlum.

Segir hún að þetta gerist oft á kvöldin og stundum nokkrum sinnum í röð. Þetta valdi henni og fjölskyldu hennar miklu ónæði.

„Þetta er bæði ógnvekjandi og ókurteisi, og það er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn séu meðvitaðir um hvað börnin þeirra eru að gera í hverfinu,“ segir konan. Biður hún um að þetta hætti strax og óskar eftir því að fólk sem þekki til piltanna hafi samband við foreldra þeirra. Ef þetta haldi áfram muni hún neyðast til þess að tilkynna málið til lögreglunnar.

Taka upp fyrir samfélagsmiðla

Konan er langt frá því að vera sú eina sem lent hafi í hópnum. Fleiri greina frá því að hafa lent í þessum piltum, eða að minnsta kosti einhverjum sem hafa komið og barið á dyrnar.

„Voru hér hjá okkur í gærkvöldi, frekar óþægilegt,“ segir ein kona. „Hef verið að lenda i þessu líka nokkrum sinnum !“ segir maður. Hafi þetta verið að gerast á Eskivöllum, Drekavöllum, Berjavöllum og víðar. Er fólk hvatt til að hringja í lögregluna.

„Þeir eru einnig að taka þetta upp, stóðu um daginn 2 af þeim niðri á plani að horfa með símana á lofti. Vonandi sjá foreldra þeirra þetta því þetta er ansi mikið ónæði,“ segir einn maður.

Börn hrædd á heimilum sínum

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem unglingar halda heilu hverfunum í herkví með hegðun sinni. Það sama gerðist til að mynda í Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi haustið 2021 eins og greint var frá í fjölmiðlum.

Líkt og nú þá vöktu unglingar ótta og óhug íbúa með því að berja á hurðir og glugga húsa. Einn lýsti hljóðunum eins og verið væri að brjótast inn hjá sér.

Einn íbúi á Seltjarnarnesi sagði hóp krakka næstum hafa brotið rúðu í forstofunni hjá sér með barningi sínum. Tíu ára dóttir hans þori varla að vera heima hjá sér eftir atvikið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Í gær

Útlit fyrir bongó um helgina

Útlit fyrir bongó um helgina
Fréttir
Í gær

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“
Fréttir
Í gær

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti