fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 24. apríl 2025 16:30

Mætti Skúli á skrifstofu Geðhjálpar í gær og færði Svövu Arnardóttur, formanni samtakanna og stjórnar styrktarsjóðsins, afrakstur framtaksins. Mynd/Geðhjálp

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingar í Reykjavík, hélt upp á sextugsafmælið sitt með tónleikum í Iðnó þann 10. apríl síðastliðinn. Söfnuðust 3,4 milljónir króna fyrir Geðhjálp.

Þetta kemur fram í tilkynningu samtakanna.

„Uppselt var á tónleikana og sóttu þá um 300 manns. Allur ágóði af tónleikahaldinu rann í Styrktarsjóð geðheilbrigðis auk þess sem safnað var framlögum frá bakhjörlum og fyrirtækjum. Niðurstaðan var sú að 3,4 milljónir króna söfnuðust í tengslum við framtakið,“ segir í tilkynningunni.

Á tónleikunum komu fram listamennirnir Mugison, GDRN, Ragga Gísla ásamt hljómsveit, Emmsjé Gauti, Inspector Spacetime og Ra:tio.

Mætti Skúli á skrifstofu Geðhjálpar í gær og færði Svövu Arnardóttur, formanni samtakanna og stjórnar styrktarsjóðsins, afrakstur framtaksins.

„Fjárhæðin mun nýtast til að styrkja verkefni einstaklinga, frjálsra félagasamtaka og stofnana sem tengjast eflingu geðheilbrigðis barna og ungmenna á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur