fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Pílgrímar flykkjast að líki „áhrifavalds guðs“ – Bresk-ítalskur táningur verður brátt að dýrlingi kaþólsku kirkjunnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. mars 2025 20:30

Lík Carlos Acutis er til sýnis í borginni Assisi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaþólskir pílgrímar flykkjast nú til bæjarins Assisi í Ítalíu til að vitja þar jarðneskra leifa Carlos Acutis, bresk skóladrengs sem lést af völdum hvítblæði árið 2006, þá aðeins 15 ára gamall. Acutis, sem hefur verið kallaður „áhrifavaldur guðs“, var blessaður af Frans páfa árið 2020 en ráðgert er að hann verði fyrsti 21. aldar dýrlingur kaþólsku kirkjunnar. Í kapellu í Assisi má berja smurt lík hans augum og þar er ekki þverfótað af hverskonar varningi sem seldur er kirkjunni til dýrðar.

Acutis fæddist í London árið 1991 en fluttist ungur að aldri til Mílanó. Foreldrar hans voru ekki mjög trúræknir en Acutis fann köllun sína hjá kirkjunni og vildi dreifa út fagnaðarerindið, til að mynda með hæfileikum sínum í forritun og heimasíðugerð. Þá er hann sagður hafa hjálpað heimilislausu fólki sem og krökkum sem lagðir voru í einelti.

Varningur merktur Carlos Acutis til sölu

Fljótlega eftir andlátið fór að bera á röddum sem vildu að Acutis yrði dýrlingur. Árið 2019 á svo fyrsta kraftaverkið tengst Acutis að hafa gerst. Brasilískur drengur sem aðeins gat borðað fljótandi fæði vegna veikinda var sagður hafa náð sér eftir að hafa beðið til Acutis. Kaþólska kirkjan rannsakaði fullyrðinguna og staðfesti að lokum kraftaverkið í febrúar 2020 og síðar sama ár var Carlo Acutis blessaður af Frans Páfa, sem færði hann skrefi nær dýrlingatölunni.

Annað kraftaverkið tengt Acutis á síðan að hafa átt sér stað í Kosta Ríka árið 2022. Ung stúlka slasaði sig á hjóli og varð fyrir alvarlegum heilablæðingum. Móðir hennar bað til Acutis og stuttu síðar batnaði stúlkunni. Frans páfi staðfesti kraftaverkið þann 23. maí í fyrra og í kjölfarið hófst undirbúningurinn að því að Carlos Acutis yrði tekinn í dýrlingatölu. Athöfnin mun fara fram þann 27. apríl 2025.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“