fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Björgólfur Guðmundsson er látinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 07:07

Björgólfur Guðmundsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Guðmundsson athafnamaður er látinn  84 ára að aldri. Björgólfur var fæddur þann 2. janúar 1941. Hann var um langa hríð áhrifamesti viðskiptamaður Íslands.

Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.

Björgólfur gekk í Verzlunarskóla Íslands og nam lögfræði við Háskóla Íslands um tíma. Hann sat í stjórn Heimdallar á árunum 1965 til 1968 og gerðist framkvæmdastjóri Dósaverksmiðjunnar eftir það.

Björgólfur var svo ráðinn framkvæmdastjóri Hafskips árið 1977 sem hann stýrði til ársins 1986.

Hann flutti svo til St. Pétursborgar í Rússlandi árið 1993 og stofnaði þar drykkjarvöruverksmiðjuna Bravo Brewery ásamt syni sínum, Björgólfi Thor og Magnúsi Þorsteinssyni. Verksmiðjan var síðan seld til Heineken fyrir 400 milljónir dollara árið 2002.

Björgólfur sneri svo aftur til Íslands og var í forsvari hins svokallaða Samson-hóps sem keypti tæplega helmingshlut í Landsbankanum. Hann sat í stjórn bankans frá því í febrúar 2003 og fram að bankahruninu.

Björgólfur kom víða við í viðskiptum og kom meðal annars að fjármögnun á tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Var hann sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til viðskiptalífs og menningar árið 2005. Hann kom að stofnun SÁÁ og var formaður samtakanna um árabil.

Þá kom Björgólfur að kaupum á enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham árið 2006 og varð aðaleigandi félagsins.

Björgólfur kvæntist Margréti Þóru Hallgrímsson árið 1963 en hún lést árið 2020, níræð að aldri. Þau áttu saman fimm börn, Friðrik Örn Clausen, Hallgrím, Margréti, Bentínu og Björgólf Thor.

Björgólfur og eiginkona hans, Þóra Hallgrímsson, á heimavelli West Ham árið 2008. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum