fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Landhelgisgæslan tók völdin um borð í íslensku skipi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. febrúar 2025 15:30

Mynd: Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Landhelgisgsælunni kemur fram að hún hafi neyðst til að taka íslenskt skip með valdi í gærmorgun.

Í tilkynningunni segir að varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafi orðið þess áskynja við hefðbundna vöktun í gærmorgun að íslenskt skip væri á siglingu norðan við landið án þess að vera með gilt haffærnisskírteini auk þess sem grunur hafi leikið á að lögskráning skipstjórans um borð væri ekki fullnægjandi. Óskað hafi verið eftir því að skipið sneri aftur til upphaflegrar hafnar. Þeir sem voru um borð hafi hafnað því og ekki viljað fylgja fyrirmælum Landhelgisgæslunnar.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hafi því verið kölluð út til að flytja tvo stýrimenn um borð í skipið. Þegar komið var að skipinu hafi  stýrimennirnir tveir sigið um borð og tilkynnt áhöfninni að þeir væru þangað komnir til að fylgja skipinu til hafnar. Þegar í land var komið hafi lögregla tekið á móti áhöfninni og tekið af henni skýrslu. Segir að lokum að rannsókn málsins sé í höndum lögreglunnar á Norðurlandi-Eystra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt