

70% eru hlynnt því að að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára á Íslandi samkvæmt könnun Prósent.
Könnunin var framkvæmd dagana 12. til 29. desember 2025 og þar var spurt: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára á Íslandi?
70% eru hlynnt samfélagsmiðlabanninu, 18% eru hlutlaus, og 12% eru á móti banninu.

Konur eru marktækt hlynntari samfélagsmiðlabanninu, eða 74% á móti 67% karla.

22% eru andvíg í aldurshópnum 18-24 ára og eru það marktækt fleiri en í öðrum aldurshópum. 75% í aldurshópunum 25-34 ára og 35-44 ára eru hlynnt og eru það marktækt fleiri en í yngsta aldurshópnum, 18-24 ára.

Eins og áður sagði fór könnunin fram daganna 12. til 29. desember 2025, úrtak var 1.950 (einstaklingar 18 ára og eldri) og svarhlutfall var 50%