fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 29. desember 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af sérstæðari fréttum síðasta sumars snerist um Kjarnaskóg á Akureyri og hinar ódauðlegu finnsku sögupersónur, Múmínálfana. Skógræktarfélag Eyjarfjarðar lét þá útbúa þar sérstakan Múmínlund en bað ekki rétthafa verkanna um leyfi.

DV greindi frá málinu þann 27. júní síðasta sumar:

Rétthafar æfir yfir Múmínlundinum í Kjarnaskógi – „Þetta er blygðunarlaust höfundarréttarbrot“

Haft var samband við Ingólf Jóhannsson, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Akureyrar, í gær og hann spurður út í málið. Hann undraðist að einhver teldi að sækja þyrfti um leyfi fyrir framtak af þessu tagi. „Ég kem svo sem af fjöllum hvað þetta varðar,“ sagði Ingólfur og vafðist honum tunga um tönn um stund. Hann sagði síðan:

„En fyrstu viðbrögð eru að þetta eru leiktæki sem erlent fyrirtæki framleiðir og selur og þessi leiktæki, sem eru CE-vottuð, eru í notkun út um öll Norðurlönd, þar sem fólk er að setja þetta upp. Við höfum kannski haft í huga að gera þessu hærra undir höfði og auglýsa þetta sem Múmíngarð. Ég hef í sjálfu sér ekki heimildir fyrir því að það sé löglegt og leyfilegt. Varðandi leiksvæðið sem slíkt þá á ég erfitt með að trúa því að þetta sé ólöglegt.“

Lögmenn undirbjuggu málsókn

Félagið Moomin Characters fer með höfundarrétt yfir Múmínálfunum. Í samtali við DV sagði starfsmaður félagsins engan vafa leika á því að um höfundarréttarbrot væri að ræða.

„Þetta er því miður blygðunarlaust höfundarréttarbrot gagnvart Moomin Characters. Lögmenn okkar eru í þessum skrifuðu orðum að undirbúa lögsókn á hendur hinum brotlegu.“

Ekki varð þó af lögsókn því Skógræktarfélagið gerði breytingar á Múmínlundinum áður en rétthafarnir fóru í hart. Snorkstelpan var fjarlægð úr Kjarnaskógi og Múmínlundurinn breytti um nafn, varð Ævintýralundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Í gær

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gleðileg jól kæru lesendur

Gleðileg jól kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 6 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 6 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun