
Rúmlega tvítug kona hefur verið ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt sunnudagsins 29. janúar árið 2023.
Ákært er vegna atviks sem átti sér stað fyrir utan Félagsheimilið Þórsver á Þórshöfn, en konan er sökuð um að hafa kastað glerglasi í höfuð karlmanns með þeim afleiðingum að hann hlaut tvo skurði á milli augnanna, annan 2 cm að lengd og hinn 0,5 cm.
Maðurinn sem varð fyrir árásinni krefst skaða- og miskabóta að fjárhæð 1.290.000 kr.
Málið var þingfest við Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri þann 5. nóvember síðastliðinn.