

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á sextugsaldri, Örn Ómarsson, í eins árs skilorðsbundið fangelsi haft í vörslum sínum yfir 30 þúsund ljósmyndir og 219 kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Í dómnum kemur fram að efnið hafi fundist á tveimur borðtölvum og hörðum diski á heimili hans í nóvember árið 2022.
Var horft til þess við ákvörðun refsingarinnar að rannsókn málsins dróst mjög á langinn sem vekur í raun furðu í ljósi þess að Örn játaði greiðlega sök sína í málinu. Þá var einnig horft til þess að Örn átti, samkvæmt héraðsdómi, engan sakaferil að baki.
Sannleikurinn er hins vegar sá að Örn hefur áður komist í kast við lögin fyrir meint kynferðisbrot gegn börnum þrátt fyrir að það hafi ekki endað fyrir dómi. Árið 1993 birtist umfjöllun í Pressunni sálugu um meint brot Arnars gegn börnum í Breiðholti þar sem hann var búsettur. Örn, sem er mikið fatlaður líkamlega, átti samkvæmt umfjölluninni að hafa lokkað til sín börn í hverfinu með sælgætisgjöfum, unnið traust þeirra og fengið þau svo til kynferðislegra athafna.
Kemur fram í umfjölluninni að hann hafi fengið börn, allt niður í fjögurra ára gömul, til að fróa sér og önnur til sjúga á sér liminn. Þá er vitnað í frásögn barnungs drengs sem lýsir því hvernig Örn hafi makað sæði sínu á andlit barnungrar frænku sinnar og afganginum í peysu hans.
Voru foreldrar margra barna gjörsamlega niðurbrotnir vegna málsins enda var Örn í miklum metum hjá þeim og álitinn barngóður með eindæmum.
Inntak umfjöllunar Pressunnar er að Örn hafi verið kærður til lögreglu fyrir að minnsta kosti eitt brot, og játað sök. Hins vegar hafi nýju lagaákvæði verið beitt í málinu þannig að hægt var að fresta ákæru gegn því að Örn héldi skilorð í þrjú ár. Það virðist hann hafa gert og því rötuðu brot hans ekki fyrir dóm og þar með á sakaskrá hans.
Samkvæmt umfjölluninni var það lagaákvæði hins vegar hugsað til að bregðast við brotum ungra einstaklinga, 15 -21 árs er minnst á, en Örn var hins vegar orðinn 25-26 ára þegar málið fór inn á borð lögreglu.
Fannst lögfræðingi sem Pressan ræddi við á sínum tíma það mjög undarlegt að málið færi ekki fyrir dóm og þar yrði metið hvort fötlun Arnar eða aðrir þættir yrðu metnir til refsilækkunar.
Þrátt fyrir að hafa sloppið við refsingu hafði málið þó þau áhrif, samkvæmt títtnefndri umfjöllun, að sambýliskona Arnar yfirgaf hann og hann hrökklaðist úr íbúð sinni í Breiðholti og í annað úrræði fyrir fatlaða í Reykjavík.