

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú stórfellt fjársvikamál sem uppgötvaðist um helgina. Frá þessu greinir RÚV. Fimm hafa verið handteknir og úrskurðaðir í farbann.
Talið er að fjárhæðir svikanna hlaupi jafnvel á hundruðum milljóna króna en mennirnir eru grunaðir um að hafa nýtt sér kerfisgalla hjá Reiknistofu bankanna til að svíkja fé út úr fjármálastofnunum.
Gallann má rekja til uppfærslu sem skapaði tímabundinn veikleika og við þessar aðstæður millfærðu nokkrir einstaklingar fjármuni af eigin reikning án þess að inneign væri til staðar.
Málið er til rannsóknar en viðskiptavinir bankanna sem sveikin beindust að urðu ekki fyrir tjóni vegna málsins.
Vísir greinir frá því að brotin hafi beinst gegn Landsbankanum sem óttast að tapa um tvö hundruð milljónum vegna málsins.