fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 18:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörgu að snúast í dag en athygli vekur að í dagbók lögreglu er greint frá sjö tilvikum um þjófnað í verslun og tvö tilvik um innbrot í bifreið.

Á svæði lögreglustöðvar 1 (Hverfisgötu) var í þrígang tilkynnt um þjófnað í verslun í dag. Öll málin voru afgreidd á vettvangi með skýrslutöku.

Hjá lögreglustöð 2 (Flatahrauni) bárust tvær tilkynningar og málin afgreidd með sama hætti og greinir að framan.

Tvö tilvik voru svo tilkynnt hjá lögreglustöð 3 (Dalvegi) og einnig afgreidd á vettvangi.

Einnig var tilkynnt um tvö yfirstaðin innbrot í bifreið og eitt í bílskúr. Öll þrjú málin eru í rannsókn.

Umferðarslys átti sér stað á svæði lögreglustöðvarinnar á Flatahrauni en þar var ekið á gangandi vegfaranda. Einn var fluttur með sjúkrabifreið til frekari skoðunar á bráðamóttöku, en meiðslin þykja minniháttar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Reknir úr snorklferð fyrir „ófullnægjandi sundkunnáttu“

Reknir úr snorklferð fyrir „ófullnægjandi sundkunnáttu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafði ekki erindi sem erfiði – Vildi ekki segja af hverju hún vildi koma sér upp hesthúsi

Hafði ekki erindi sem erfiði – Vildi ekki segja af hverju hún vildi koma sér upp hesthúsi