fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Fékk ekki að vefengja erfðaskrá eftir andlát föður síns því ekkjan var svo snögg að leita til sýslumanns

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka til skoðunar mál sem varðar heimild ekkju til að sitja í óskiptu búi, en stjúpbarn hennar telur óforsvaranlegt að því hafi ekki gefist færi á að mótmæla erfðaskrá.

Málsatvik eru reifuð lauslega í ákvörðun Hæstaréttar en þar kemur fram að ekkjan situr í óskiptu búi eftir eiginmann sinn á grundvelli fyrirmæla í erfðaskrá. Dóttir hins látna telur þó að faðir sinn hafi verið með langt genginn hrörnunarsjúkdóm þegar erfðaskráin var undirrituð og því hafi sýslumaður ekki mátt gefa út búsetuleyfi á grundvelli hennar.

Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að hafna kröfum dótturinnar, meðal annars með vísan til þess að hafi maki þess látna fengið leyfi til setu í óskiptu búi þurfi krafa erfingja um að dánarbú skuli tekið til opinberra skipta að styðjast við heimild í erfðalögum. Því þurfi að vera fyrir hendi einhver þau atvik sem veita erfingja heimild til að krefjast slíkra skipta, svo sem ef hægt er að sanna að maki hafi rýrt efni bús með óhæfilegri fjárstjórn.

Dóttirin leitaði til Hæstaréttar og vísaði til þess að málið hefði fordæmisgildi um sambærileg tilvik. Hér hafi ekkjan fengið leyfi til setu í óskiptu búi aðeins nokkrum dögum eftir andlátið og áður en hinn látni var jarðaður. Þar með hafi dóttir hans ekki fengið ráðrúm til að vefengja erfðaskrá áður en leyfið var gefið út. Það geti ekki samrýmst ákvæðum erfðalaga að eftirlifandi maki geti komist hjá því að erfðaskrá sé vefengd með því að leita nógu fljótt til sýslumanns. Þetta rýri rétt annarra erfingja enda aðeins hægt að vefengja erfðaskrár við opinber skipti á dánarbúi.

Hæstiréttur tók undir með dótturinni og veitti kæruleyfi.

Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að ekkjan og hinn látni gengu í hjónaband árið 2006. Hjónin gerðu með sér kaupmála og erfðaskrá árið 2022, um tveimur árum áður en maðurinn lést. Þar var eignarhlutur ekkjunnar í fasteign hjónanna lýstur séreign hennar sem ekki kæmi til skipta við skilnað og henni veitt heimild til setu í óskiptu búi. Maðurinn hafði greinst með Alzheimer skömmu fyrir undirritun þessara löggjörninga, en hafði þá glímt við minnistruflanir í 1-2 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi