fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. nóvember 2025 20:30

Kristján S. Sigmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján S. Sigmundsson hefur verið kjörinn nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi en kjörfundur reglunnar fór fram þann 31. október síðastliðinn. Fráfarandi stórmeistari er Kristján Þórðarson augnlæknir, sem gegnt hefur embættinu síðan 2019.

Stórmeistari er æðsti stjórnandi Frímúrarareglunnar hér á landi. Reglan var stofnuð hérlendis þann 23. júlí 1951 en alls tilheyra henni um 3.500 félagsmenn.

Í tilkynningu á heimasíðu reglunnar kemur fram að Kristján muni taka við embættinu við formlega innsetningarathöfn þann 15. nóvember í Regluheimilinu við Bríetartún 3, Reykjavík.

Kristján er í dag stjórnarformaður Halldórs Jónssonar heildverslunar en hann var framkvæmdastjóri fyrirtækisins um árabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skjólshús – Nýtt úrræði í geðheilbrigðisþjónustu

Skjólshús – Nýtt úrræði í geðheilbrigðisþjónustu
Fréttir
Í gær

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma
Fréttir
Í gær

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl