fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Varahéraðssaksóknari handtekinn fyrir utan skemmtistað í ágúst og gisti í fangageymslu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. nóvember 2025 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Ingi Vilbergsson, settur varahéraðssaksóknari, var handtekinn fyrir utan skemmtistað í ágúst og látinn gista í fangageymslu. Frá þessu greinir RÚV.

Téð atvik átti sér stað þann 9. ágúst en þá kölluðu dyraverðir til lögreglu eftir deilur við Karl Inga og aðra gesti skemmtistaðarins, sem er í Reykjavík. Karl Ingi var í framhaldinu handtekinn og færður í fangageymslu þar sem hann gisti um nóttina.

Saksóknaranum var boðið að ljúka málinu með því að greiða sekt upp á 30 þúsund krónur, en Karl Ingi afþakkaði en hann segir í samtali við RÚV að ekkert lögbrot hafi verið framið. Málið mun vera til meðferðar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Karl Ingi var í sumarfríi þegar atvikið átti sér stað en sneri aftur til starfa nokkru síðar og var meðal saksóknara í Gufunesmálinu. Héraðssaksóknari segist bera fullt traust til Karls Inga. Málið hafi verið tekið til skoðunar innan embættisins og afgreitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Í gær

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gleðileg jól kæru lesendur

Gleðileg jól kæru lesendur