

Bónus kynnti í gær nýjung í hillum verslana sinna. Um er að ræða tilbúið sushi undir vörumerkinu Gurume. Þetta er í fyrsta skipti sem Bónus býður upp á ferskt sushi í verslunum sínum, eins og segir í tilkynningu.
Gurume sushi fyrir Bónus samanstendur af vinsælustu sushi réttunum sem þjóðin þekkir, meðal annars Allt það besta, Laxabitum, Ekkert hrátt, Volcano rúllu, bao buns og kjúklingaspjótum svo það ætti að vera eitthvað sem hentar öllum sem vilja fljótlega og bragðgott sushi á ferðinni eða heima.

„Við í Bónus höfum alltaf haft það að markmiði að lækka verð og auka aðgengi að góðum mat. Nú eru Bónus-áhrifin að færast yfir sushi og við erum stolt af því að geta boðið Íslendingum sushi á lækkuðu verði án þess að slá af gæðum,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus.
Gurume verður komið í hillur Bónusverslana í dag en þó ekki í allar verslanir strax.
,,Með innleiðingu Gurume heldur Bónus áfram þeirri stefnu sem fyrirtækið hefur fylgt frá upphafi; að lækka verð og gera gæðavörur aðgengilegar fyrir alla,“ segir Björgvin.
Gurume sushi er komið í sölu í verslunum Bónus í Miðhrauni, Smáratorgi, Holtagörðum og Norðlingabraut og kemur svo í verslanir Bónus í Kjörgarði, Spöng og Skeifunni í næstu viku.