
Maður einn í borginni Timon í norðausturhluta Brasilíu komst að þessu á dögunum þegar hann kveikti sér í sígarettu og henti logandi eldspýtunni á jörðina.
Steinsnar frá var maður á olíuflutningabíl að fylla á birgðir bensínstöðvarinnar.
Um leið og maðurinn sleppt eldspýtunni kviknaði eldur í eldsneytisgufum og blossaði upp mikið eldhaf. Starfsmaður olíuflutningabílsins sýndi snör viðbrögð og tókst honum að ráða niðurlögum eldsins með hjálp slökkvitækis. Sem betur fer urðu engin slys á fólki.