fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 16:30

Frá Vogum. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona úr Vogum á Suðurnesjum hefur verið ákærð fyrir mörg brot gegn valdstjórninni á tímabilinu frá 17. júní til 2. september á þessu ári.

Hún er í fyrsta lagi sökuð um að hafa fimmtudagskvöldið 21. ágúst sparkað í mjöðm sjúkraflutningamanns inni í sjúkrabíl sem flutti hana frá heimili hennar í Vogum að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ. Einnig er hún sökuð um að hafa síðar, á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sparkað ítrekað í alls fimm lögreglumenn sem voru þar við skyldustörf.

Viku síðar, aðfaranótt fimmtudagsins 28. ágúst, er konan, sem er á þrítugsaldri, ákærð fyrir að hafa í kjölfar handtöku við Stóru-Vogaskóla í Vogum sparkað í hné lögreglumanns og skömmu síðar spakrað í læri löreglumanns í fangaklefa á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ.

Konan er síðan sökuð um sambærilegt ofbeldi gegn þremur lögreglumönnum við handtöku í Reykjanesbæ þann 2. september.

Skemmdarverk á bílum

Konan er sökuð um eignaspjöll á bílum lögreglumanna og er það vegna atvika sem áttu sér stað í lok ágúst og byrjun september. Hún er í fyrsta lagi sökuð um að kasta þremur eggjum í bíl í eigu lögreglumanns þannig að grunnar rispur urðu á vélarhlíf bílsins.

Í öðru lagi er hún ákærð fyrir að hafa rispað ökumannshurð bíls í eigu lögreglumanns. Um þriðja tilvikið segir í ákæru:

„Aðfaranótt þriðjudagsins 2. september, lýst því yfir í samskiptum sínum við 1717 að hún væri á leiðinni til Keflavíkur að rústa bifreið í eigu lögreglumanns nr. [XXXX] og brjóta rúður í bifreið hans með rúðubrjóti og ekið að Heiðarenda í Reykjanesbæ í því skyni að vinna skemmdir á bifreið lögreglumannsins en ákærða var handtekin af lögreglu við Heiðarenda með rúðubrjót meðferðis.“

Konan er auk þess ákærð fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft fjaðrahníf í vörslu sinni og síðar fyrir að bera kokkahníf með 16 cm blaði, fyrir utan Stóru-Vogaskóla í Vogum.

Málið gegn konunni verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness þann 11. nóvember næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Uppnám á Edition-hótelinu er brunavarnakerfi fór í gang

Myndband: Uppnám á Edition-hótelinu er brunavarnakerfi fór í gang
Fréttir
Í gær

Sakamál ársins III: Mannslát á Kársnesi, lögmaður í einangrun, kynferðisbrot gegn börnum, nauðgari handtekinn á Heimildinni

Sakamál ársins III: Mannslát á Kársnesi, lögmaður í einangrun, kynferðisbrot gegn börnum, nauðgari handtekinn á Heimildinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði