fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur tveimur mönnum vegna meintra brota frá árinu 2022 og 2023.

Annar mannanna og sá minna brotlegi samkvæmt ákæru er Gabríel Duane Boama. Hann vakti þjóðarathygli árið 2022 er hann strauk úr haldi lögreglu í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem mál hans var til meðferðar. Var hann handtekinn nokkrum dögum síðar. Gabríel á langan brotaferil að baki þrátt fyrir ungan aldur og var meðal annars viðriðinn blóðug átök í Borgarholtsskóla í janúar árið 2021. Gabríel afplánar núna refsingu fyrir ýmis brot og eru einhver þeirra framin innan fangelsimúranna. Hann hefur reynt að koma lífi sínu á rétta braut eins og hann greindi frá í viðtali við DV sumarið 2024:

Sjá einnig: Strokufanginn Gabríel kallar eftir meiri sanngirni fangavarða – „Ég er að reyna að komast út í lífið“

Hinn maðurinn sem kemur við sögu í ákærunni var töluvert undir lögræðisaldri er meint brot voru framin. Annað meint brot hans snertir ekki Gabríel en ungi maðurinn er sakaður um sérstaklega hættulega líkamsárás 24. nóvember árið 2022, á göngustíg skammt frá verslunarsmiðstöðinni Miðgarði í Langarima í Reykjavík. Er hann þar sagður hafa veist að öðrum manni og stungið hann með hnífi í hægra mjóbak með þeim afleiðingum að hnífsblaðið náði inn í rými þar sem milta og nýra eru staðsettt og olli blæðingu umhverfis þessi líffæri.

Sauð upp úr út af úlpu

Hins vegar er ákært vegna atvika sem áttu sér stað á gamlársdag árið 2023, í bílskúrsíbúð við Langholtsveg í Reykjavík. Ungi maðurinn er í ákæru sagður hafa klætt sig í úlpu í eigu stúlku og slegið hana tvisvar í höfuðið þegar hún reyndi að fá hann til að skila úlpunni. Kom þá önnur stúlka úlpueigandanum til aðstoðar og eru þá ungi maðurinn og Gabríel sagðir hafa beitt þær ofbeldi í sameiningu með því að veita þeim ítrekuð högg og spörk í höfuð og líkama og kasta í þær nærliggjandi lausamunum, meðal annars glerflöskum og diskum. Hlaut úlpueigandinn nokkra áverka af árásinni, meðal annars heilahristing, auk þess sem sauma þurfti sex spor í höfuð hennar og þrjú spor í vinstri handlegg.

Gabríel er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og hlutdeild í ráni fyrir sína þátttöku í þessi broti. Hinn maðurinn er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og rán.

Krafist er refsingar yfir ákærðu og greiðslu alls sakarkosnaðar. Auk þess eru gerðar bótakröfur í málinu. Maðurinn sem varð fyrir hnífstungunni krefst miskabóta að fjárhæð fimm milljónir króna, skaðabóta vegna sjúkra- og sérfræðikostnaðar að fjárhæð þrjár milljónir króna og einnar milljónar króna fyrir munatjón. Ekki kemur fram í hverju munatjónið er fólgið.

Önnur konan sem varð fyrir árás tvímenninganna krefst tveggja milljóna króna í miskabætur en hin krefst þriggja milljóna króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“