

Tæknifyrirtækið OK hefur verið samþykktur birgir í beinum kaupum í nýju Rammasamningsútboði Fjársýslu ríkisins í búnaði fyrir hljóð- og mynd, eins og segir í tilkynningu.
Í þessum flokki (rammasamningur um raftæki, B-hluti) eru meðal annars LED skjáir, heyrnartól fyrir skrifstofuvinnu og fjarfundalausnir. OK býður Yealink heyrnartól og fjarfundabúnað af ýmsum gerðum auk Optoma og Samsung LED skjáa, lausnir sem henta jafnt í skrifstofurými, fundarsali og kennsluumhverfi. Þess til viðbótar getur OK boðið ráðgjöf þegar kemur að vali á búnaði í hljóð- og myndlausnum.
OK er tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri og þjónustu tölvukerfa og sölu á tæknibúnaði. Hjá fyrirtækinu starfa um 150 sérfræðingar sem vinna náið með leiðandi tæknifyrirtækjum á heimsvísu.