fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Organista Glerárkirkju á Akureyri, Valmari Väljaots, hefur verið sagt upp störfum. Valmar er fæddur í Eistlandi en hefur búið á Íslandi í yfir 30 ár og verið mjög virkur í tónlistarlífi Norðlendinga, auk þess að vera organisti hefur hann sinnt tónlisarkennslu og kórastarfi.

Akureyri.net greindi frá uppsögn Valmars í gær og ræddi stuttlega við hann. Hann sagði að honum hefði verið boðið að lækka starfshlutfall úr 100% niður í 60-70% en hann afþakkað og þá verið sagt upp. Í stuttu spjalli við Akureyrarmiðilinn segist Valmar vera ósáttur við þessa ákvörðun og að honum hafi ekki fundist boðlegt að minnka starfshlutfallið. Hann segist ætíð hafa verið heiðarlegur og skilji ekki hvað hafi allt í einu gerst. „Þótt ég sé hvítur, miðaldra karlmaður er ég stoltur af því að vera eins og ég er,“ sagði Valmar Väljaots.

Blaðamanni DV fannst þessi athugasemd organistans nokkuð sérkennileg en einhverjir hafa ýjað að því að Valmar hafi bakað sér óvinsældir meðal hinna frjálslyndu presta Glerárkirkju með skoðunum sínum. Sjálfur viðurkennir hann aðspurður í samtali við DV að hafa gagnrýnt kynfræðslu í fermingarfræðslu í Glerárkirkju fyrr í haust en það mál vakti töluverða athygli fjölmiðla. Valmar talar líka oft gegn því sem hann telur vera niðurrif á hinum hvíta miðaldra karlmanni.

Valmar segist ekki vilja tjá sig mikið um starfslokin, hann sé ekki búinn að sía þetta allt í huganum. Hann vill ekkert fullyrða um hvort skoðanir hans eigi þátt í uppsögninni, segist ekki vilja fullyrða um það sem hann viti ekki. „En ef ég er spurður um hvað ég held þá myndi ég segja að þetta skiptir máli,“ segir hann. „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður,“ bætir hann við.

Hann lýsir líka yfir óánægju með að ekki hafi verið vilji hjá sóknarpresti Glerárkirkju til að funda með honum og framkvæmdanefnd kirkjunnar um þessi mál, þ.e.a.s. breytingar á starfshlutfalli organistans til að leita lausna.

Segir eftirsjá að Valmari

Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson er formaður sóknarnefndar Glerárkirkju. DV hafði samband við hann og bað um skýringar á uppsögn organistans.

Sp: Geturðu sagt mér eitthvað um ástæður þessarar ákvörðunar?

Jóhann: „Ég get ekki tjáð mig um einstök starfsmannamál, nei. En ég get hins vegar staðfest að þessi uppsögn átti sér stað.“

Jóhann segir skipulagsbreytingar búa að baki ákvörðuninni en vill ekki útlista þær frekar. Valmari hafi verið boðið skert starfshlutfall.

„Það er náttúrulega bara erfiður rekstur og þungur eins og víða í fyrirtækjarekstri. En við sjáum mikið eftir Valmari, hann er frábær tónlistarmaður sem við því miður höfum ekki ráð á að hafa hjá okkur áfram.“

Jóhann: „Eins og ég segi, þetta eru skipulagsbreytingar og hans starfssvið hefur í raun dregist saman. Svo já, þannig er það.“
Aðspurður segist Valmar hætta störfum þegar í stað enda myndi það ekki skapa góðan anda á vinnustaðnum ef hann myndi vinna út uppsagnarfrestinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Það svíður mig að ævistarf sé glæpavætt“

„Það svíður mig að ævistarf sé glæpavætt“
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Í gær

Sérsveitin send inn í ranga íbúð

Sérsveitin send inn í ranga íbúð