fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál ungmenna á Suðurnesjum – Dreifðu myndbandi af nauðgun gegn ólögráða stúlku á Snapchat

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. nóvember 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál sem snýst um óhugnanlegt kynferðisbrot á Suðurnesjum í ágústmánuði árið 2024 er nú til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness.

Málið varðar brot tveggja pilta gegn stúlku á þáverandi dvalarstað hennar á Suðurnesjum. Ákærðu og brotaþoli voru, samkvæmt heimildum DV, öll undir lögræðisaldri er brotin voru framin.

Í ákæru eru mennirnir annars vegar ákærðir fyrir nauðgun gagnvart stúlkunni og hins vegar fyrir kynferðisbrot, en þeir eru sakaðir um að hafa útbúið myndskeið af kynferðisofbeldinu án samþykkis og vitneskju stúlkunnar, og sent á ótiltekinn hóp. Í fjölmiðlaútgáfu ákæru héraðssaksóknara í málinu kemur ekki fram í gegnum hvaða forrit mennirnir deildu efninu en samkvæmt heimildum DV var það Snapchat.

Í nauðgunarhluta ákærunnar er annar maðurinn sakaður um samræði við stúlkuna gegn vilja hennar og hinn fyrir samræði og önnur kynferðismök. Ákærðu eru sagðir hafa nýtt sér að brotaþoli gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga.

Leiða mál líkur að því að dreifing myndefnis af ofbeldinu sé ekki síður alvarlegt ofbeldi gegn stúlkunni en nauðgunin þar sem efnið gæti verið í varanlegri vörslu óviðkomandi. DV hefur ekki upplýsingar um hvað fjölmennur hópur fólks fékk sent myndefnið.

Í ákæru kemur fram að foreldri stúlkunnar krefst miskabóta fyrir hönd hennar en upplýsingar um fjárhæð bótafjárhæðar eru afmáðar úr ákærunni.

Ákæran mun hafa verið gefin út í lok febrúar en málið hefur síðan þá verið til meðferðar hjá dómstólnum. Þinghöld eru lokuð en aðalmeðferð, hin eiginlegu réttarhöld, hefur ekki verið haldin. Búast má við að hún fari fram fyrir áramót.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro