fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 1. nóvember 2025 17:30

Hundruð lítra flæddu inn í salinn. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Risastórt fiskabúr sprakk á veitingastað í Kína. Lifandi fiskar sprikluðu út um allt gólf.

Blaðið New York Post greinir frá þessu.

Myndband náðist af atvikinu sem átti sér stað á sjávarréttastað í borginni Fuzhou á austurströnd Kína miðvikudaginn 15. október síðastliðinn.

Kemur fram að starfsfólkið hafi verið að sinna sínum daglegu störfum í eldhúsinu þegar risastórt fiskabúr sprakk. Flæddi mikið magn vatns og lifandi fiskar út um allt. Inn í eldhúsið og fram í sal.

Gestirnir orguðu þegar þeir sáu allt í einu gapandi fiskana streyma inn í salinn. Starfsfólkinu brá einnig en vissi ekkert hvernig ætti að bregðast við þessu.

Ekki er vitað hvað kom fyrir en fiskabúrið var nýuppsett á veitingastaðnum. Ekki er heldur vitað hversu mikið tjón hlaust af slysinu. En eigandinn tilkynnti að allir gestirnir sem voru á staðnum þegar þetta gerðist hafi fengið frítt að borða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður segir að við séu búin að missa tökin – „Hvað vorum við að hugsa?“

Þingmaður segir að við séu búin að missa tökin – „Hvað vorum við að hugsa?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ökuferð breyttist í martröð skammt frá Hvalfjarðargöngum

Ökuferð breyttist í martröð skammt frá Hvalfjarðargöngum