fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
Fréttir

Tyrkneski bæjarstjórinn fékk háa sekt í Héraðsdómi Suðurlands – Ólíklegt að greiðsla berist nokkurn tímann

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. október 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt tyrkneska bæjarstjórann Senol Kul til þess að greiða 230.000 þúsund króna sekt í ríkissjóð fyrir umferðarlagabrot. Verði greiðslan ekki innt af hendi innan fjögurra vikna þá þarf Kul að sæta fangelsi í 16 daga. Að auki er Kul sviptur ökurétti í tvo mánuði en dómurinn var kveðinn upp að bæjarstjóranum fjarstöddum.

Á ofsahraða á Yaris

Eins og DV greindi frá þann 31. ágúst síðastliðinn var bæjarstjórinn tekinn á 152 kílómetra hraða á klukkustund á Suðurlandsvegi fyrr í sumar þar sem leyfður hámarkshraði var 90 km/klst. Keyrði Kul um á Toyota Yaris-bifreið sem hann hafði leigt af gistiheimili á höfuðborgarsvæðinu.

Oftast eru slík mál til lykta leidd á staðnum með greiðslu sektar en að öllum líkindum viðurkenndi ökuþórinn ekki brotið á staðnum og því fór það sína leið í kerfinu.

Ólíklegt verður að teljast að sekt Kul fáist nokkru sinni greidd.  Íslensk yfirvöld eru aðeins með samning við Norðurlönd um innheimtu sekta og sakarkostnaðar og er virk innheimta þar á milli.

Innheimta í öðrum ríkjum er háð greiðsluvilja sektarþola og frumkvæði hans,“ segir í svari frá Innheimtustofnun.

Ef bæjarstjórinn hunsar því málið og heimsækir ekki Ísland í bráð þá hafa íslensk yfirvöld því enga möguleika á að innheimta sektina.

Birti engar myndir frá Íslandi

Senol Kul, sem er fæddur árið 1960, er vinsæll bæjarstjóri fyrir stjórnmálaflokkinn AKP, sem er flokkur Recep Erdogan, forseta Tyrklands. Hann starfaði meðal annars í ferðamannabransanum og sem leiðsögumaður áður en hann hellti sér í pólitíkina og hafði yndi af því að heimsækja ný lönd.

Um það leyti sem hann fékk sektina á Íslandi var hann á ferðalagi á Norðurlöndum og birti hann til að mynda myndir frá Færeyjum og Noregi á Instagram-síðu sinni þar sem hann er afar virkur. Hann birti þó engar myndir frá Íslandi.

DV hefur sent bæjarstjóranum fyrirspurn vegna dómsins og hvort hann muni koma til með að greiða sektina. Engin svör hafa enn borist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Biður fólk að velta því fyrir sér hvaða hlutverk það hefði leikið í helförinni – „Þarft að spyrja þig hvar þú fórst út af sporinu“

Biður fólk að velta því fyrir sér hvaða hlutverk það hefði leikið í helförinni – „Þarft að spyrja þig hvar þú fórst út af sporinu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingur handtekinn í Tælandi – Rauður pallbíll gerður upptækur

Íslendingur handtekinn í Tælandi – Rauður pallbíll gerður upptækur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknir sleppur við áminningu – Kona átti að fá lyf sem hún er með ofnæmi fyrir

Læknir sleppur við áminningu – Kona átti að fá lyf sem hún er með ofnæmi fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn