fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
Fréttir

Segja Útlendingastofnun ljúga

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. október 2025 19:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin No Borders saka Útlendingastofnun um lygar í máli fimm manna fjölskyldu frá Dagestan í Rússlandi sem vísað var úr landi til Króatíu. Yfirlýsing stofnunarinnar sé ekki sannleikanum samkvæm og það sé ekki rétt að ekkert bendi til að fjölskyldan sæti ómannúðlegri meðferð í Króatíu. Samtökin vísa þeirri fullyrðingu til stuðnings í upplýsingar frá fjölmiðlum og króatískum mannréttindasamtökum en umræddar upplýsingar eru ekki alveg nýjar en þær varða dvalarstað fjölskyldunnar og aðbúnað hennar eins og hann var þegar hún kom fyrst til Króatíu en fram kemur að fjölskyldan hafi þá sætt illri meðferð.

Fjölskyldan kom til landsins í lok síðasta árs frá Króatíu þangað sem hún hafði flúið að sögn undan pólitískum ofsóknum í heimalandinu. Um var fyrst að ræða hjón og dreng sem nú er orðinn tveggja ára en fyrir um mánuði, meðan fjölskyldan var enn hérlendis, fæddi eiginkonan tvíbura sem taka þurfti með keisaraskurði. Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi en var synjað þótt móðir og systkini eiginmannsins hafi áður fengið vernd hér á landi. Nokkur titringur hefur verið innan þingflokks Samfylkingarinnar vegna málsins.

Í yfirlýsingu á vef Útlendingastofnunar segir meðal annars að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að umsækjendur um vernd fái ekki vandaða og efnislega málsmeðferð í Króatíu. No Borders benda á móti á skýrslur Amnesty International þar sem fram komi að stjórnvöld í Króatíu hafi sent fólk sem flýi Rússland vegna ofsókna aftur þangað.

Dyflinni

No Borders gera einnig athugasemd við þau orð Útlendingastofnunar að Dyflinnarsamstarfið sem Ísland er aðili kveði á um að umsækjendur um alþjóðlega vernd geti ekki valið í hvaða landi umsókn þeirra er afgreidd heldur sé hún samkvæmt meginreglu afgreidd í því ríki sem beri ábyrgð á umsókninni. Þvert á móti kveði Dyflinnarreglugerðin, sem  sett var á grunni samstarfsins, á um að þegar umsækjandi sæe sökum veikinda, þungunar, nýfæddra barna eða fötlunar háður öðrum fjölskyldumeðlimi (sem dvelji löglega í öðru aðildarríki) eigi ábyrgð á umsókn að jafnaði að flytjast yfir til þess aðildarríki sem fjölskyldumeðlimirnir séu í. Reglugerðin heimili einnig Íslandi að taka ábyrgð á umsókninni vegna fjölskyldutengsla og af mannúðarástæðum. Allt þetta eigi við í máli fjölskyldunnar og því sé ekki rétt með farið hjá Útlendingastofnun.

Ummælum í yfirlýsingu Útlendingastofnunar um að umsækjendur um alþjóðlega vernd eigi rétt á allri grunnþjónustu svo sem framfærslu og mataraðstoð svarar No Borders með því að segja að það skipti ekki máli ef fjölskyldunni verði synjað um alþjóðlega vernd í Króatíu sem verði líklega niðurstaðan. Þar að auki sýni upplýsingar frá króatísku mannréttindasamtökunum Solidarity Line að fjölskyldan, sem þá var þriggja manna, hafi sætt illri meðferð þegar hún kom fyrst til Króatíu.

No Borders segja loks að Útlendingastofnun hafi kosið að víkja frá þeirri meginreglu að tjá sig ekki um einstök mál til að klekkja á fjölskyldunni.

Vilja samtökin að meina yfirlýsing þeirra og andsvör við yfirlýsingu Útlendingastofnunarinnar sýni fram á að stofnunin sé að ljúga.

Ill meðferð

Máli sínu til stuðnings um að fjölskyldan hafi sætt illri meðferð í Króatíu vísa No Borders til fréttar vefmiðilsins H-Alter, þar í landi, þar kemur fram að í Korenica, nærri landamærum Króatíu, sé skúr við lögreglustöð þar sem flóttamönnum sé haldið. Aðstæður sé ómannúðlegar meðal annars sé þar engin kynding, engin svefnaðstaða og ekkert salerni. Lögreglumenn eru sagðir í fréttinni hafa beitt flóttamenn ofbeldi og neitað þeim um mat.

Fréttin er hins vegar frá 2019 en miðað við fullyrðingar No Borders telja samtökin að ekkert hafi breyst í þessum málum í Króatíu.

Samtökin vísa einnig til bréfs króatísku mannréttindasamtakanna Solidarity Line. Bréfið er frá í ágúst á þessu ári og varðar dvöl fjölskyldunnar í Króatíu á síðasta ári. Segir þar að fjölskyldunni hafi verið haldið í þessum skúr í sjö klukkutíma og aðstæður þar hafi ekkert breyst til batnaðar. Þetta var í desember og samtökin segja að engin kynding hafi verið í skúrnum. Engin sæti hafi verið á staðnum eða klósett og fjölskyldan fengið enga aðstoð eða fæði og símar verið teknir af henni til að koma í veg fyrir upptökur af ástandinu. Fjölskyldan yfirgaf í kjölfarið Króatíu. Vísa króatísku samtökin til fjölda annarra mála þar sem flóttamenn hafi sætt illri meðferð af hálfu króatískra yfirvalda.

Hvernig aðstæður fjölskyldunnar eru einmitt núna kemur ekki fram í umræddum upplýsingum og yfirlýsingu No Borders en séu þær eins og þær voru þegar fjölskyldan kom fyrst til Króatíu virðist afar vafasamt að telja að þær uppfylli kröfur alþjóðasáttmála um meðferð á flóttafólki.

Mótmæli

No Borders hafa boðað til mótmæla við dómsmálaráðuneytið 13. október næstkomandi og þar verður Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra afhentur kröfulisti þar sem þess er meðal annars krafist að fjölskyldan fái að snúa aftur til Íslands og að nýlegar lagabreytingar sem heimiluðu brottflutning hennar verði dregnar til baka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn
Fréttir
Í gær

Héðinn ómyrkur í máli: Hótelið dregið niður á bókunarsíðum vegna slæmra vega

Héðinn ómyrkur í máli: Hótelið dregið niður á bókunarsíðum vegna slæmra vega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja Uber til Íslands og stofna úrskurðarnefnd um þjónustu leigubíla

Vilja Uber til Íslands og stofna úrskurðarnefnd um þjónustu leigubíla