fbpx
Laugardagur 04.október 2025
Fréttir

Séra Erla leiðréttir rætnar og ókristilegar kjaftasögur um sig – „Erum algjörlega miður okkar“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. október 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Erla Björk Jónsdóttir, prestur í Dalvíkurprestkalli, hefur orðið fyrir barðinu á rætnum kjaftasögum. Hún er komin með nóg og vísar slúðrinu til föðurhúsanna í færslu sem hún birti á Facebook í gær.

Erla Björk skrifar að hún hafi starfað við Dalvíkurprestakall á þriðja ár og búið þar með fjölskyldu sinni. Almennt hafi henni verið vel tekið og hefur hún notið þess að þjóna íbúum.

„Þess vegna svíður mig að heyra um mig RÆTNAR KJAFTASÖGUR sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Þau sem föndruðu þetta mega endilega taka það til sín að ég og mín fjölskylda erum algjörlega miður okkar að heyra svona lagað og eigum það ekki skilið.“

Slúðrið er afar gróft en þar er henni gert ýmislegt ókristilegt að sök, svo sem hjúskaparbrot og fíkniefnaneysla. Af frásögn hennar má ráða að hún megi varla sjást með karlmanni án þess að sögur fari á kreik um meinta ástarfundi þeirra.

Hún segist ekkert botna í þessum sögum enda sé hún ósköp „hefðbundin miðaldra kona“.

„Nú hlýt ég að vera svona ofboðslega myndarleg eða svona mikil ótækis dræsa í augum fólks. Ég allavega skil ekki alveg þessar skoðanir en mér finnst ég nú bara líta út eins og hefðbundin miðaldra kona sem er orðin 15 kg of þung, eyði stundunum í að prjóna, reyna að hreyfa mig til að ná heilsu og í stanslausri megrun, enda miðaldra kona. Bara svona hefðbundið meðaljón að útliti og lítið að hafa fyrir mér þannig nema kannski ég verði að greiða mér og mála fyrir athafnir og vinnu. Annars ekki að velta mér upp úr því hvernig annað fólk horfir á mig eða pæli mikið í öðrum nema bara að vilja fólki vel.“

Sökum erfiðra veikinda og álags hafi hún farið í veikindaleyfi í ágúst, en á sama tíma fór eiginmaður hennar í endurhæfingu. Þá fóru sögur á kreik um að hún væri að vera manni sínum ótrú og að þau væru nú að skilja.

„Enn og aftur verður til ósönn saga af því að ég var ekki á því að gefa upp hér inni hverskyns veikindi mín væru en ég skal passa að setja það með á alla miðla mér tengda og heimsíðu kirkjunnar þegar ég veikist næst.“

Ekkert sé hæft í öllu þessu slúðri en Erla Björk bendir á að slúðrið sé ekki bara skaðlegt fyrir hana og hennar fjölskyldu heldur líka fjölskyldur þeirra sem hún á að hafa gert sér dælt við. Ekkert þeirra eigi þetta skilið.

„Eftir síðustu kjaftasögur hafði ég þá skoðun að ég ætti alls ekki að setja inn svona status því það væri auðvitað bara olía á eld sem enginn væri og jafnvel tilefni fyrir fólk að búa til nýjar um að ég væri orðin klikk eða hreinlega í kórsekri vörn. En einhversstaðar verður mín rödd að fá að heyrast og ég að hafa pláss til þess að verja mig og okkur sem fyrir þessu verðum. Ég vona með þessu að okkur verði nú stætt á því að búa hér áfram í friði því hér finnst okkur gott að búa og að ég geti þjónað hér áfram af þeirri gleði sem ég hef haft af minni vinnu hingað til.“

Erla Björk fær góðan og kærlegaríkan stuðning í athugasemdum þar sem fleiri lýsa reynslu sinni af rætnu slúðri sem sé sérstaklega þungbært í fámennum byggðarlögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gera alvarlegar athugasemdir vegna vinnubragða við lagningu göngustígs á Glerárdal

Gera alvarlegar athugasemdir vegna vinnubragða við lagningu göngustígs á Glerárdal
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigþór svartsýnn og ómyrkur í máli: „Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram“

Sigþór svartsýnn og ómyrkur í máli: „Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Stefán Einar vera að flytja inn niðurbrot sómakenndar

Segir Stefán Einar vera að flytja inn niðurbrot sómakenndar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Ágúst blandar sér í eldheita umræðuna – „918 KRÓNUR FYRIR HVERJA BLAÐSÍÐU? ER ÞAÐ EKKI ALLTOF MIKIÐ?“

Karl Ágúst blandar sér í eldheita umræðuna – „918 KRÓNUR FYRIR HVERJA BLAÐSÍÐU? ER ÞAÐ EKKI ALLTOF MIKIÐ?“