fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. október 2025 08:00

Það verður ekkert sérstakt veður í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gera má ráð fyrir afar umhleypingasömu veðri í dag og er fólk hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspán. Gular viðvaranir taka gildi um nánast allt land í dag.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að víðáttumikil lægð sé undan suðurströnd landsins sem veldur hvassri norðaustanátt víða um land.

„Lægðin ber með sér hlýtt og rakt loft úr suðri, hitatölur geta ná allt að 11 stigum sunnantil, og gera má ráð afar umhleypingasömu veðri,“ segir veðurfræðingur.

„Vegna mikillar snjókomu síðustu daga má gera ráð fyrir asahláku og jafnvel glerhálku víða á sunnanverðu landinu og á Austfjörðum sem getur valdið hættu. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám. Viðvaranir hafa verið gefnar úr vegna vinds, asahláku og úrkomu.“

Sjá viðvaranir Veðurstofunnar hér.

Síðdegis á morgun dregur víða úr vindi, en áfram verður stormur á Vestfjörðum. Útlit er fyrir talsverða rigningu norður á Ströndum.

Sem fyrr segir eru gular viðvaranir í gildi öllum landshlutum í dag, að höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi eystra undanskildum. Á suðurhluta landsins má búast við talsverðri eða mikilli rigningu og ört hækkandi hitastigi. Í slíkum aðstæðum má einnig búast við miklum leysingum og vatnavöxtum í ám og lækjum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Minnkandi norðaustanátt, 5-13 m/s síðdegis, hvassast við syðst, en norðaustan 13-18 norðvestantil fram á kvöld. Rigning eða slydda með köflum, en snjókoma og skafrenningur til fjalla á Vestfjörðum. Talsverð rigning um tíma norðaustantil. Hiti 1 til 9 stig, mildast sunnanlands.

Á sunnudag:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og stöku skúr, en að mestu bjart suðaustanlands. Norðaustan 8-13 m/s norðvestantil og rigning eða slydda, en snjókoma til fjalla. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.

Á mánudag:
Norðaustan 5-10 m/s, en 10-15 norðvestantil og við suðausturströndina. Skýjað með köflum og úrkomulítið, en slydda eða snjókoma á Vestfjörðum. Hiti breytist lítið. Fer að rigna á Suðausturlandi um kvöldið.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir norðan 8-15 m/s, hvassast norðvestantil. Slydda eða snjókoma, en þurrt að kalla sunnan heiða. Suðlæg eða breytileg átt og víða rigning eða slydda, en lengst af þurrt austanlands. Hiti 2 til 7 stig.

Á fimmtudag:
Líklega austan- og norðaustanátt og dálítil slydda eða snjókoma, en úrkomumeira sunnan- og suðvestanlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anton Sveinn harðlega gagnrýndur – Hafði þetta að segja um minnispunkta um ólík börn á hrekkjavöku

Anton Sveinn harðlega gagnrýndur – Hafði þetta að segja um minnispunkta um ólík börn á hrekkjavöku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gestur Bláa lónsins ósáttur með viðbrögðin við harmleiknum í gær – „Ég hef aldrei nokkurn tímann verið jafn kjaftstopp“

Gestur Bláa lónsins ósáttur með viðbrögðin við harmleiknum í gær – „Ég hef aldrei nokkurn tímann verið jafn kjaftstopp“