fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 31. október 2025 13:57

Hrekkjavakan er orðin fastur liður á Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrekkjavökugleði sem búið var að skipuleggja í kvöld hefur víða verið frestað til morgundags út af veðri. Ekki eru hins vegar allir sáttir við það að og dæmi eru um að skipuleggjendum hafi fengið dónaleg skilaboð og jafn vel hótanir.

Búið er að gefa út gular viðvaranir víðs vegar um land fram á laugardagsmorgun vegna hvassviðris. Þó ekki á höfuðborgarsvæðinu. Þá er byrjað að hlýna og búist er við asahláku vegna þess mikla fannfergis sem féll í vikunni, sem er nú þegar að stórum hluta orðið að klaka.

Vegna þessa hefur hrekkjavökugleði, sem hefur víða verið skipulögð í hverfum, víða verið frestað fram á morgundag. Það er hinn nýji siður að börn gangi í hús og sníki nammi klædd búningum. Er þetta yfirleitt sjálfsprottin gleði, skipulögð í hverfisgrúbbum á Facebook.

Sums staðar var beinlínis kosið um hvort fresta ætti gleðinni og sitt sýndist hverjum. Ljóst er á viðbrögðum að fólki stendur ekki á sama.

Má meðal annars nefna að stjórnendur í grúbbu í miðbæ Hafnarfjarðar hafa sagt af sér eftir mikinn hamagang.

„Það sem mér finnst hins vegar ekki gaman er að þurfa að taka ákvarðanir þar sem helmingur fólks verður óánægður, sama hvað er ákveðið. Einnig skráði ég mig ekki til að fá dónaleg skilaboð, óvingjarnlegar athugasemdir eða jafn vel hótanir,“ segir fráfarandi stjórnarkona í grúbbunni.

Segja ekkert að veðrinu

Margir eru sammála frestunum á hrekkjavökunni og segja það ekki ásættanlegt að börnin séu úti í hálkunni í kvöld. Það sé beinlínis hættulegt. Aðrir eru innilega á móti frestunum. Hrekkjavakan sé í kvöld og það hafi verið búið að skipuleggja viðburðinn.

„Það er ekkert að veðrinu í dag. Það er hrekkjavaka í dag. Við búum á Íslandi og miðað við það er bara fínasta veður,“ segir einn ósáttur íbúi í íbúagrúbbu í Innri Njarðvík. „Smá hálka er eitthvað sem við Íslendingar eigum nú að vera búin að venjast þar sem hún er hálft árið hjá okkur.“

Þá eru sumir ósáttir við kosningarnar sjálfar.

„Ég rakst óvart á einhverja kosningu áðan um að fresta. Þessi kosning var ekkert auglýst og fyrirvarinn er enginn. Engar upplýsingar voru um hversu lengi kosning stæði yfir, hversu mikil þátttaka þyrfti að vera til að teknar væru ákvarðanir út frá henni eða hver tæki þessa ákvörðun. Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn,“ segir íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp
Fréttir
Í gær

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag
Fréttir
Í gær

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“