fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 31. október 2025 10:30

Á Landspítala var konunni tjáð að hún hefði misst fóstur. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur þyngt dóm yfir íröskum fjölskylduföður sem beitti þáverandi konu sína og börn hræðilegu ofbeldi. Missti konan fóstur eftir ofbeldi mannsins, sennilega í fleira en eitt skipti.

Í gær, fimmtudag, dæmdi Landsréttur íraskan fjölskylduföður í 15 mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi. Þetta er þynging frá dómi Héraðsdóms Reykjaness frá 27. júní í fyrra þar sem hann fékk 18 mánaða dóm en 15 mánuði af því skilorðsbundið.

Viðvarandi ógnarástand

Maðurinn, sem ekki er nafngreindur í dóminum, beitti fyrrverandi konu sína og þrjá syni ofbeldi. Konan lýsti nánast daglegu líkamlegu ofbeldi eftir að þau fluttu til landsins árið 2018. Einnig andlegu og fjárhagslegu ofbeldi. Höfðu þau einnig orðið fyrir ofbeldi áður en þau fluttust til Íslands.

Þá hefðu synirnir getað búist við líkamlegu eða andlegu ofbeldi nánast daglega. Er talið að alvarlegt og viðvarandi ógnarástand hafi ríkt á heimilinu.

Maðurinn neitaði öllum sakargiftum en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um þær. Á meðal gagna málsins voru vitnisburðir og upptökur af skýrslum sem teknar voru í Barnahúsi.

Mátti ekki fara neitt eða hafa peninga

Lýsti konan því að lífið hafi ekki verið auðvelt. Hún hafi hvergi mátt fara og að maður hennar hafi ráðið öllu á heimilinu. Hún mátti aðeins fara með synina til og frá leikskóla og í Bónus til að kaupa í matinn. Ef honum fannst hún hafa verið of lengi lamdi hann hana.

Sjá einnig:

Skelfilegt ofbeldi í íraksri fjölskyldu – Hlaut vægan dóm fyrir að misþyrma eiginkonu sinni og syni

Lýsti hún því að hún hefði þjáðst af mikilli vanlíðan þennan tíma og grátið hvern einasta dag. Hann hafði yfirráð yfir peningum heimilisins og neitaði henni sífellt þegar hún bað um þá. Hún hafði engan aðgang að tölvupósti og átti ekki farsíma. Eftir sambúðina var henni kennt hvernig ætti að nota greiðslukort og síma.

Missti fóstur efir spörk

Á meðal þess ofbeldis sem er lýst er að maðurinn hafi slegið hana með fiskispaða, ógnað með hnífi, skorið hana í handarbak, dregið á hárinu á milli herbergja og sparkað í kvið hennar.

Er því meðal annars lýst atviki frá 28. október árið 2020 þegar hann meðal annars hafi sparkað ítrekað í kvið hennar eftir að hún tjáði honum að hún væri líklega barnshafandi. Nokkrum dögum síðar þegar hún var hjá Barnavernd vegna ofbeldis gagnvart sonum hennar og lýsti elsti sonurinn að þau væru verkjuð eftir ofbeldið. Fór starfsmaður Barnaverndar með konuna á slysadeild Landspítala þar sem skoðun leiddi í ljós að hún hafi misst fóstur vegna ofbeldisins. Var þetta líklega ekki í fyrsta skiptið sem það gerðist.

Sonur með svima og uppköst eftir barsmíðar

Elsti drengurinn var einnig með svima og skerta heyrn eftir að faðir hans hafði kýlt hann ítrekað með krepptum hnefa í höfuðið. Átti drengurinn erfitt með að borða og kastaði upp eftir máltíðir.

Auk líkamlegs ofbeldis gegn drengjunum beitti hann þá andlegu ofbeldi og hótunum. Til að mynda hótaði að skera þá með hníf ef þeir sætu ekki kyrrir og þegðu.

Braut nálgunarbann

Etir þetta slitu þau samvistum, honum var gert að fara af heimilinu og sett á hann nálgunarbann, bæði gagnvart konunni og sonunum þremur. Braut hann hins vegar nálgunarbannið með því að hringja í konuna, bæði símleiðis og með Facebook Messenger.

Eins og áður segir var maðurinn dæmdur í 15 mánaða fangelsi. Þá var honum gert að greiða áfrýjunarkostnað upp á 2,3 milljónir króna. En áður hafði hann verið dæmdur til að greiða sakarkostnað upp á 3,3 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Í gær

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði
Fréttir
Í gær

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Soffía svarar Valtý: Þykir sérstakt að vinkona eiginkonu Geirfinns hafi aldrei hitt hann

Soffía svarar Valtý: Þykir sérstakt að vinkona eiginkonu Geirfinns hafi aldrei hitt hann