fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 31. október 2025 15:30

Elías segir snjómokstur einfalt verkefni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elías Pétursson, fyrrverandi bæjarstjóri í Fjallabyggð og Langanesbyggð, segir að snjómokstri hafi farið aftur á Íslandi. Lausnin gæti verið sú að fjölga fólki til verka á vettvangi en fækka verkefnisstjórum og öðrum slíkum.

Í færslu á samfélagsmiðlum greinir Elías frá því að árum saman hafi hann unnið á veturna við að moka snjó eða stjórna snjómokstri. Fyrir Reykjavíkurborg, félög á vegum borgarinnar eða einkaaðila.

„Undanfarna daga hef ég, skröltandi á klakabunkum gatnakerfisins, velt því fyrir mér hve mjög mokstri hefur farið aftur… sem og hvort ég sé orðin gamall úrillur kall sem heldur því fram að allt hafi verið betra í gamla daga – þegar ég var á vettvangi,“ segir Elías. „Niðurstaða minna pælinga er að mokstri hafi farið aftur… og að ég sé ekkert svo gamall né sé ég afgerandi úrillur.“

Einfalt verkefni

Nefnir hann að á þeim tíma þegar hann vann við þetta var kerfið tiltölulega einfalt. Hann, ásamt mörgum öðrum verktökum og starfsmönnum borgarinnar fóru út að moka snjó. Þeim var stjórnað af fimm starfsmönnum borgarinnar sem mátu þörfina og skipuðu til verka.

„Ég sá aldrei á þeim árum verkefnisstjóra, teymisstjóra né þverhandar þykkar útprentaðar verklagsreglur með skilgreiningum á snjóþykkt – okkur var einfaldlega treyst til að moka snjó þar sem snjór var að þvælast fyrir borgarbúum,“ segir Elías. „Getur verið að við ættum að fækka verkefnisstjórum og skrifborðum og setja fleira fólk til verka á vettvangi – fleiri að moka og færri skrifborð… ég held það. Já og ég tel að borgin almennt þurfi að huga meira að kjarnastarfsemi sinni og minna að allskonar fyrir alla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma
Fréttir
Í gær

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 6 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar