fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fréttir

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. október 2025 13:30

Kjartan Magnússon - Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerir að umtalsefni einkunnakerfi í grunnskólum. Mjög hefur færst í vöxt að gefnar séu einkunnir í bókstöfum eða jafnvel litakóðum en einkunnir í tölustöfum hafa verið á undanhaldi.

Kjartan vekur, í grein sem hann birtir í Morgunblaðinu, athygli á nýlegri könnun Maskínu sem leiðir í ljós að hátt í 90% þjóðarinnar vill að skólaeinkunnir séu frekar birtar í tölustöfum en bókstöfum. Einungis 2,6% telja að nota eigi bókstafi en 9,4% að ekki skipti máli hvor aðferðin sé notuð.

Kjartan segir að einkunnir eigi að endurspegla hæfni nemenda í viðkomandi námsgreinum og því mikilvægt að einkunnagjöfin sé skýr, skiljanleg og gagnsæ. Hann segir að almenningur skilji ekki bókstafakerfið og vilji ekki sjá það. Skoðanakönnun Maskínu staðfesti það:

„Hið opinbera á ekki að starfrækja einkunnakerfi sem fólk skilur ekki. Því er rétt að afnema kerfið og taka einkunnakerfi tölustafa upp að nýju,“ segir Kjartan.

Hann segir ennfremur:

„Lengst af voru einkunnir í grunnskóla gefnar í tölustöfum, heilum eða hálfum og jafnvel í brotum. Þetta kerfi byggðist á línulegum kvarða og var einfalt, gagnsætt og flestum auðskiljanlegt. Ef nemandi fékk 8,0 í einkunn á prófi, þýddi það að hann hefði svarað 80% atriða, sem spurt var um, rétt. Allir skildu þetta einkunnakerfi.“

Vond breyting

Kjartan rifjar upp að með gildistöku nýrrar aðalnámskrár grunnskóla árið 2011 hafi nýtt námsmat verið innleitt og bókstafaeinkunnir kynntar til sögunnar. Nokkrum árum síðar hafi flestir grunnskólar tekið upp bókstafakerfið og er þeim skylt að útskrifa nemendur með bókstafaeinkunnum.

Hann segir bókstafakerfið vera illskiljanlegt og ógagnsætt. Innleiðing þess byggi á „kerfiskreddum“:

„Flókið einkunnakerfi, byggt á kerfiskreddum, hefur aukið á vandann í stað þess að draga úr honum. Tími er til kominn að stjórnvöld hlusti á almenning og taki að nýju upp einkunnakerfi tölustafa, sem fólk þekkir og skilur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reykvíkingar svara háðsglósum Norðlendinga vegna snjókomunnar fullum hálsi – „Þetta er ekkert grín þó sumum finnist það“

Reykvíkingar svara háðsglósum Norðlendinga vegna snjókomunnar fullum hálsi – „Þetta er ekkert grín þó sumum finnist það“
Fréttir
Í gær

Hildur tilkynnti hundapassara eftir bitárás á Valhúsahæð – „Ég þurfti að fara á læknavaktina og fá stífkrampasprautu“

Hildur tilkynnti hundapassara eftir bitárás á Valhúsahæð – „Ég þurfti að fara á læknavaktina og fá stífkrampasprautu“
Fréttir
Í gær

Gestur Bláa lónsins ósáttur með viðbrögðin við harmleiknum í gær – „Ég hef aldrei nokkurn tímann verið jafn kjaftstopp“

Gestur Bláa lónsins ósáttur með viðbrögðin við harmleiknum í gær – „Ég hef aldrei nokkurn tímann verið jafn kjaftstopp“
Fréttir
Í gær

Björn ómyrkur í máli: Ísland dýrasta ferðamannaland í heimi – Vont gæti versnað verði þetta að veruleika

Björn ómyrkur í máli: Ísland dýrasta ferðamannaland í heimi – Vont gæti versnað verði þetta að veruleika
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir stólpagrín að samningi ríkislögreglustjóra og Intru – „Ég skrifa 4 tíma neyðarútkall á þetta“

Gerir stólpagrín að samningi ríkislögreglustjóra og Intru – „Ég skrifa 4 tíma neyðarútkall á þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varað við snjóflóðahættu á suðvesturhorninu

Varað við snjóflóðahættu á suðvesturhorninu