fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fréttir

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. október 2025 17:30

Leandro De Niro og afi hans Robert De Niro

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm menn voru handteknir á fimmtudag, grunaðir um að hafa útvegað fentanýlblandaðar lyfjatöflur sem ollu dauða sonarsonar leikarans Robert De Niro árið 2023, að því er heimildir New York Post herma.

Sakborningarnir, Grant McIver, Bruce Epperson, Eddie Barreto, John Nicolas og Roy Nicolas, eru sagðir hafa verið hluti af glæpahring sem seldi þúsundir falsaðra lyfjataflna til ungmenna víðs vegar um New York. Samkvæmt gögnum málsins voru það einmitt þessar töflur sem ollu dauða Leandro De Niro Rodriguez, barnabarns Hollywoodleikarans, í júlí 2023.

Sami hópur er einnig talin bera ábyrgð á dauða hinnar 19 ára gömlu Akiru Stein, dóttur Chris Stein, gítarleikara í hljómsveitinni Blondie, samkvæmt sömu fréttum.

Þar að auki hefur 20 ára kona, Sophia Haley Marks verið ákærð sérstaklega fyrir að hafa selt Leandro þau lyf sem urðu honum að bana.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lét lífið eftir að hafa verið sprautuð með ólöglegu þyngdartapslyfi á snyrtistofu

Lét lífið eftir að hafa verið sprautuð með ólöglegu þyngdartapslyfi á snyrtistofu
Fréttir
Í gær

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppsagnir í sparnaðarskyni hjá ríkislögreglustjóra í gær – Stjórnendaráðgjafinn ráðinn í fullt starf eftir að RÚV hafði samband

Uppsagnir í sparnaðarskyni hjá ríkislögreglustjóra í gær – Stjórnendaráðgjafinn ráðinn í fullt starf eftir að RÚV hafði samband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“