

Fimm menn voru handteknir á fimmtudag, grunaðir um að hafa útvegað fentanýlblandaðar lyfjatöflur sem ollu dauða sonarsonar leikarans Robert De Niro árið 2023, að því er heimildir New York Post herma.
Sakborningarnir, Grant McIver, Bruce Epperson, Eddie Barreto, John Nicolas og Roy Nicolas, eru sagðir hafa verið hluti af glæpahring sem seldi þúsundir falsaðra lyfjataflna til ungmenna víðs vegar um New York. Samkvæmt gögnum málsins voru það einmitt þessar töflur sem ollu dauða Leandro De Niro Rodriguez, barnabarns Hollywoodleikarans, í júlí 2023.
Sami hópur er einnig talin bera ábyrgð á dauða hinnar 19 ára gömlu Akiru Stein, dóttur Chris Stein, gítarleikara í hljómsveitinni Blondie, samkvæmt sömu fréttum.
Þar að auki hefur 20 ára kona, Sophia Haley Marks verið ákærð sérstaklega fyrir að hafa selt Leandro þau lyf sem urðu honum að bana.