fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. október 2025 20:27

Andrés fyrrverandi prins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés prins verður sviptur titli sínum og gert að flytja út úr Royal Lodge, glæsilegu setri í eigu krúnunnar á lóð sem tilheyrir Windsor-kastala. Þar hefur Andrés búið í áraraðir og notið lífsins. Gaus upp mikil reiði í Bretlandi á dögunum þegar greint var frá því að Andrés byggi í glæsihýsinu nánast ókeypis.

Greint var frá sviptingu Andrésar í yfirlýsingu frá Buckingham-höll nú kvöld.

Í yfirlýsingunni kemur fram að hér eftir muni Andrés verða kynntur opinberlega með eftirnöfnum sínum, Mountbatten Windsor, en prinstitillinn verði að víkja.

Ástæðan fyrir þessum vendingum eru tengsl Andrésar, fyrrverandi prins, við kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein. Um árabil hefur Andrés freistað þess að fjarlægja sig frá Epstein en þess í stað hefur hann fest sig enn frekar í lygavef varðandi tengslin.

Það voru meðal annars nýútkomnar endurminningar Virginiu Giuffre, sem sakaði Andrés um að hafa misnotað sig kynferðislega á táningsaldri, sem urðu til þess að hitna fór undir svarta sauði Windsor-fjölskyldunnar að nýju.

Guiffre lifði það ekki af að sjá bókina koma út en hún tók eigið líf í apríl á þessu ári, aðeins 41 árs gömul.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reykvíkingar svara háðsglósum Norðlendinga vegna snjókomunnar fullum hálsi – „Þetta er ekkert grín þó sumum finnist það“

Reykvíkingar svara háðsglósum Norðlendinga vegna snjókomunnar fullum hálsi – „Þetta er ekkert grín þó sumum finnist það“
Fréttir
Í gær

Hildur tilkynnti hundapassara eftir bitárás á Valhúsahæð – „Ég þurfti að fara á læknavaktina og fá stífkrampasprautu“

Hildur tilkynnti hundapassara eftir bitárás á Valhúsahæð – „Ég þurfti að fara á læknavaktina og fá stífkrampasprautu“
Fréttir
Í gær

Hörmungar á Gaza í nótt: 60 drepnir í nótt, þar á meðal mörg börn

Hörmungar á Gaza í nótt: 60 drepnir í nótt, þar á meðal mörg börn
Fréttir
Í gær

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú