fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Fréttir

Þetta vitum við um hryðjuverkamanninn í Manchester

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. október 2025 08:00

Al-Shamie með ungu barni sínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hryðjuverkamaðurinn sem gerði árás á samkomuhús gyðinga í Manchester á Englandi í gær hét Jihad Al-Shamie og var 35 ára gamall. Tveir létust í árásinni, Adrian Daulby, 53 ára, og Melvin Cravitz, 66 ára, og voru þeir báðir virkir meðlimir í gyðingasamfélaginu í Manchester.

Vefur Daily Mail varpar ljósi á árásarmanninn en hann ók bifreið sinni á hóp fólks fyrir utan samkomuhúsið áður en hann réðst til atlögu með hníf. Þrír aðrir voru fluttir á sjúkrahús með alvarlega áverka en Al-Shamie var skotinn til bana af lögreglu.

Al-Shamie hafði komið til Bretlands frá Sýrlandi sem barn og ólst hann upp rétt hjá vettvangi árásarinnar. Hann fékk breskan ríkisborgararétt árið 2006, þegar hann var 16 ára gamall.

Lögregla gaf það út í gær að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða og það hafi ekki verið tilviljun að hún átti sér stað á Yom Kippur, helgasta degi gyðinga.

Faðir hans, Faraj Al-Shamie, er menntaður læknir og hefur hann búið á Manchester-svæðinu lengi. Í umfjöllun Mail Online kemur fram að hann hafi starfað fyrir ýmis hjálparsamtök í stríðshrjáðum löndum. Hann birti mynd á Facebook í fyrra af syni sínum þar sem hann hélt á nýfæddu barni sínu.

Breska blaðið Telegraph ræddi við nágranna Al-Shamie sem sagði að lítið hefði farið fyrir honum og fjölskyldu hans. „Hann talaði aldrei við nágranna sína en ég sá hann stundum ganga um í náttfötum og sandölum með innkaupapoka,“ sagði nágranninn.

Öryggis- og heimavarnarráðherra Bretlands hefur staðfest að Al-Shamie hafi ekki verið þekktur af lögreglu- eða öryggisyfirvöldum. Hann starfaði meðal annars sem kennari í ensku og tölvuforritun.

Lögregla handtók tvo karlmenn á þrítugsaldri og konu á sextugsaldri í gær sem grunuð eru um að tengjast árásinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Danir ætla að kjósa með því að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision – Keppnin eigi að vera ópólitísk

Danir ætla að kjósa með því að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision – Keppnin eigi að vera ópólitísk
Fréttir
Í gær

Leynd ríkir um fjármögnun maltneska dótturfélags Play – „You can take that to the bank“

Leynd ríkir um fjármögnun maltneska dótturfélags Play – „You can take that to the bank“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óargadýr í eigu Fast & Furious stjörnu halda hverfi í gíslingu og drepa aðra hunda

Óargadýr í eigu Fast & Furious stjörnu halda hverfi í gíslingu og drepa aðra hunda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Afbókanir farnar að berast ferðaþjónustuaðilum vegna falls Play – Misjafnar skoðanir á æskilegum viðbrögðum

Afbókanir farnar að berast ferðaþjónustuaðilum vegna falls Play – Misjafnar skoðanir á æskilegum viðbrögðum