fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. október 2025 07:17

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og íbúar í höfuðborginni vita hefur talsvert snjóað í nótt og eru líkur á því að ofankoman haldi áfram í dag, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Gul viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa um miðjan dag.

„Líkur á talsverðri ofankomu suðvestantil á landinu síðdegis með versnandi færð. Nokkur óvissa er þó í spám, bæði varðandi úrkomumagn og úrkomutegund. Sjá gular viðvaranir,“ segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Gul viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15 í dag og er hún í gildi til klukkan átta í fyrramálið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 10-18 m/s og snjókoma eða él, en mun hægari og úrkomuminna austanlands. Frost 0 til 6 stig, en mildara og slydda eða rigning með köflum allra syðst.

Á fimmtudag:
Breytileg átt 3-10. Snjókoma með köflum norðvestantil, annars þurrt að mestu. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á föstudag:
Vaxandi norðaustanátt, 15-23 m/s seinnipartinn og rigning eða slydda með köflum, en talsverð úrkoma austanlands. Hlýnandi, hiti 2 til 7 stig síðdegis.

Á laugardag:
Ákveðin austlæg átt og væta með köflum, en talsverð rigning á Suðausturlandi. Hiti 4 til 10 stig.

Á sunnudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt um landið sunnanvert. Kólnar í veðri.

Á mánudag:
Austlæg átt og víða dálítil rigning eða slydda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Draumastarf Rannveigar breyttist í martröð – „Ég var hreinsuð af öllum ásökunum um ofbeldi“

Draumastarf Rannveigar breyttist í martröð – „Ég var hreinsuð af öllum ásökunum um ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Foreldrar varaðir við – Reynt að lokka börn upp í bíl á Völlunum

Foreldrar varaðir við – Reynt að lokka börn upp í bíl á Völlunum
Fréttir
Í gær

Lögðu af stað í skínandi veðri á laugardag – Annað blasti við í gærmorgun

Lögðu af stað í skínandi veðri á laugardag – Annað blasti við í gærmorgun
Fréttir
Í gær

Burðaðist með áföllin eftir snjóflóðin 1995 á bakinu í rúma tvo áratugi – „Ég lagði allt sem ég gat í þessa leit og meira til“

Burðaðist með áföllin eftir snjóflóðin 1995 á bakinu í rúma tvo áratugi – „Ég lagði allt sem ég gat í þessa leit og meira til“