fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. október 2025 08:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðhorf karla og kvenna til þess hvort fullu jafnrétti kynjanna sé náð er gjörólíkt, ef marka má niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Rúmlega þrjár af hverjum tíu konum telja það á móti rösklega sex af hverjum tíu körlum. Fólk undir þrítugu telur frekar en eldra fólk að fullu jafnrétti kynjanna sé náð. Þá er þess getið í niðurstöðunum að fólk með hærri fjölskyldutekjur telji frekar að fullu jafnrétti sé náð en tekjulægra fólk.

Þau sem kysu Framsóknarflokkinn eða Miðflokkinn eru helst sammála því að fullu jafnrétti kynjanna sé náð en síst þau sem kysu Flokk fólksins eða aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi.

Þegar litið er á stuðning við einstaka flokka sést að 82% kjósenda Framsóknarflokksins og Miðflokksins telji að fullt jafnrétti ríki á milli karla og kvenna í íslensku samfélagi.

60% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru þeirrar skoðunar og 54% kjósenda Viðreisnar. 29% kjósenda Samfylkingar telja að fullt jafnrétti ríki og 22% kjósenda Flokks fólksins.

Þá vekur athygli að af þeim sem telja ekki að fullu jafnrétti sé náð milli karla og kvenna telji langflestir að það halli á konur, eða rúmlega 87% á móti tæplega 13% sem telja að það halli á karla.

Könnunin var gerð dagana 17. til 22. október síðastliðinn en um var að ræða netkönnun. Heildarúrtaksstærð var 1.688 og þátttökuhlutfall var 43,4%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna