fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. október 2025 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur birt mánaðarskýrslu fyrir október 2025 og hefur hún vakið nokkra athygli. Þar kemur fram að á bilinu 10.500-16.400 íbúðir eru ekki nýttar til varanlegrar búsetu hér á landi, að fasteignamarkaðurinn sé orðinn að kaupendamarkaði, að um 28 prósent fullorðinna einstaklinga séu á leigumarkaði og að það taki á einstakling um 11 ár, og einsætt foreldri um 18 ár, að safna fyrir útborgun á lítilli íbúð á höfuðborgarsvæðinu.

Einnig kemur fram að nýjum íbúðum hafi fjölgað hratt á markaði en að sala þeirra sé á sama tíma dræm. Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS, segir í samtali við Vísi að verktakar kjósi nú frekar að bíða með sölu íbúða en að lækka verð þeirra, en þetta bendi til þess að byggingargeirinn hafi nóg á milli handanna. Jónas Atli tók fram að HMS hafi reynt að greina hvað valdi því að nýjar íbúðir séu ekki að seljast „og við höfum komist að því að þær eru dýrar“. Á sama tíma sé kaupgeta heimila minni en áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð