fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. október 2025 12:30

Eva Sóley Kristjánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífið er flókið fyrir fanga eftir afplánun, meðal annars vegna stimplunar í samfélaginu og ekki síður þeirra viðbrigða að þurfa að standa á eigin fótum eftir tímabil þar sem viðkomandi hefur ekki þurft að taka ákvarðanir. Fáir fangar telja að samfélagið taki vel á móti þeim eftir afplánun.

Þetta eru nokkrar af þeim niðurstöðum sem Eva Sóley Kristjánsdóttir, nemi í félagsfræði, komst að í rannsókn sem hún gerði en hún greinir frá niðurstöðum sínum í pistli á Vísi.

„Þrátt fyrir að hafa tekið út sína refsingu bíður fólk oft í tómarúmi eftir fangelsisvist: án atvinnu, án stuðnings og án raunverulegra tækifæra. Kerfið sem ætti að stuðla að endurhæfingu virðist í mörgum tilfellum viðhalda útilokun,“ segir Eva.

Hluti af verkefninu var viðtal við Guðmund Inga Þóroddsson, formann Afstöðu, en hann lýsir þeim miklu viðbrigðum sem líf utan múranna er fyrir fanga:

„Guðmundur lýsir því hvernig lífið innan fangelsis er mótandi, þar sem einstaklingur er sviptur sjálfræði og þarf ekki að taka eigin ákvarðanir. Þegar frelsið kemur til baka fylgir því yfirþyrmandi ábyrgð og óöryggi. „Það er eins og að losna úr leikskóla og þurfa að reka fyrirtæki daginn eftir,“ segir hann. Þessi lýsing endurspeglar hversu mikilvægt er að stuðningur fylgi einstaklingum út úr fangelsi, ekki aðeins í fyrstu viku heldur langtímabundið.“

Erfitt að losna við glæpamannsstimpilinn

„Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar byggir m.a. á stimplunarkenningum og álagskenningum. Þær sýna að þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“er erfitt að losna við hann. Þetta getur valdið vítahring þar sem einstaklingar einangrast, missa tengsl og treysta síður á opinber kerfi, sem aftur eykur líkur á endurteknum brotum,“ segir Eva ennfremur.

Samkvæmt rannsókn hennar eru ráðgjöf, félagslegur stuðningur, menntun og atvinnumöguleikar þeir þættir sem helst geta stuðlað að góðri endurkomu brotamanna út í samfélagið eftir afplánun.

Rúmlega 75% þátttakenda í rannsókn Evu telja að samfélagið beri einhverja ábyrgð á því að hjálpa fólki eftir afplánun. Hún segir þetta vera mikilvægt atriði því of lengi hafi áherslan verið á einstaklinginn sjálfan sem þurfi bara að taka sig á. „En þegar kerfið sjálft byggir upp hindranir, fordóma og útilokun, þá er erfitt að gera það einn,“ segir hún.

Hún bendir á að fangelsi eigi ekki bara að vera staður refsingar heldur vettvangur fyrir æskilegar breytingar. Samfélagið þurfi hins vegar að bregðast við á annan hátt en með fordómum og útskúfun. Hún talar gegn refsigleði og útilokun og leggur áherslu á möguleikann á öðru tækifæri fyrir þá sem hafa lokið afplánun. Slíkt sé farsælast fyrir brotamanninn og samfélagið heild.

Greinina má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stjórnsýsluvenja í uppnámi eftir að blaðamaður lagði Akraneskaupstað í máli um umsækjendalista

Stjórnsýsluvenja í uppnámi eftir að blaðamaður lagði Akraneskaupstað í máli um umsækjendalista
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel