fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 20. október 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur segir í umsögn um frumvarp til breytinga á erfðalögum og lögum um erfðafjárskatt, sem nú er til meðferðar á Alþingi, að það sé kominn tími til þess að hér á landi hafi fólk meira frelsi til að ákveða hver eigi að erfa eignir þess. Vísar konan til sinnar eigin fjölskyldu og segir að hún og eiginmaður hennar vilji helst geta látið arfinn ganga til barnabarna sinna en ekki sonar síns sem þurfi miklu síður á honum að halda.

Eins og flestum er eflaust kunnugt eru börn skylduerfingjar samkvæmt íslenskum erfðalögum. Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram áðurnefnt frumvarp á Alþingi en samkvæmt því yrði foreldrum heimilt að afhenda börnum andvirði 10 milljóna króna á 10 ára tímabili og án þess að greiða þurfi af því erfðafjárskatt.

Konan segir í umsögn sinni að frumvarpið sé skref í rétta átt en leggur til að gengið verði lengra í endurskoðun á erfðalögum og þá sérstaklega ákvæðum um börn skylduerfingja. Segir konan að þau hjónin eigi einn uppkominn son sem hafi komið sér vel fyrir og farnast vel:

„Hann er nú fullorðinn, giftur og búinn að koma sér vel fyrir í stóru húsi, öruggri vinnu og á allt til alls. Getur leyft sér það sem hugurinn girnist, utanlandsferðir, veitingahúsaferðir o.s.frv. o.s.frv. Vel gert!“

Barnabörnin

Konan segir ljóst að sonurinn sé það vel staddur að hann þurfi ekkert sérstaklega á arfinum að halda en öðru máli gegni um fimm börn hans, barnabörn þeirra hjóna. Þau séu öll að reyna að koma sér sem best fyrir til frambúðar, séu að ljúka við háskólanám með tilheyrandi kostnaði, koma sér þaki yfir höfuðið fyrir sig og sín börn og fjárfesta í bílum:

„Við myndum gjarnan vilja hjálpa þeim og helst geta arfleitt þau eftir okkar dag. Af fjölskyldunni, eru það þau sem þarfnast þess mest.“

Konan vísar í umsögn sinni til röksemda Óttar Guðjónssonar hagfræðings fyrir því að í ljósi hækkandi lífaldurs sé æskilegra að fólk geti ef það vilji látið arfinn í raun hoppa yfir eina kynslóð.

Telur tímabært að hægt verði að gera börn arflaus á Íslandi

Konan nefnir einnig önnur tilfelli þar sem geti verið heppilegra að foreldrar geti arfleitt einhverja aðra en börn sín. Segir konan að hún og maður hennar viti um aðrar fjölskyldur þar sem börn hafi slitið öllum samskiptum við foreldra sína af einni eða annarri ástæðu en það breyti því ekki að þau séu skylduerfingjar foreldranna. Bendir konan einnig á að í þeim tilfellum þar sem börnin hafi ánetjast fíkniefnum vilji foreldrarnir alls ekki að arfurinn sé nýttur til að fjármagna neysluna heldur geta látið hann ganga til hjálparstofnana.

Segir konan að lokum að margt í erfðalögunum leiði til slæmrar niðurstöðu sem valdi mörgum mikilli vanlíðan og hún viti að margir séu sammála hennar ábendingum:

„Er ekki tækifæri núna til að endurskoða núverandi erfðalög með tilliti til þessara þátta og annarra? Það mætti þá hugsanlega hafa einhverjar leiðir til undanþágu að minnsta kosti. Rétt eins og önnur lög, þurfa erfðalögin að endurspegla sannngirni og réttlæti.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Réttarhöld að hefjast yfir þremur mönnum sem sakaðir eru um að kveikja í Teslu-bíl lögreglukonu

Réttarhöld að hefjast yfir þremur mönnum sem sakaðir eru um að kveikja í Teslu-bíl lögreglukonu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar