fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Telur tímabært að hægt verði að gera börn arflaus á Íslandi

Eyjan
Sunnudaginn 5. febrúar 2023 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttar Guðjónsson, hagfræðingur, telur að tími sé kominn til að endurskoða erfðalög svo hægt sé að hoppa yfir eina kynslóð. Þannig geti arfur fremur runnið til þess aldurshóps sem á arfinum þarf helst að halda.

Óttar ritaði pistil sem birtist í Viðskiptablaðinu þar sem hann vekur máls á þessu. Þar bendir hann á að lífaldur fari hækkandi og fræðimenn segi að börn sem fæðist í dag eigi um 50 prósent líkur á því að ná 105 ára aldri.

Meðalaldur mæðra við fæðingu fyrsta barns sé í dag 28 ár og eru 95 prósent mæðra undir 40 ára aldri þegar börnin fæðast.

„Ekki liggja fyrir tölur um aldur feðra. Miðað við dánarlíkur 2014 til 2018, sem tryggingastærðfræðingar nota, eru lífslíkur karla 80 ár og kvenna 84 ár. Þannig að leiða má sterkum líkum að því að meðalaldur erfingja á Íslandi sé rúmlega 50 ár. Ef fólk deyr að meðaltali 82 ára þá væri elsta barn viðkomandi 54 ára að meðaltali og elsta barnabarn hins látna 26 ára. Þessar tölur eru líklegri til að hækka en lækka á næstu áratugum.“

Tekjudreifing og dreifing eigna í þjóðfélaginu sé ójöfn eftir aldri og þar sé unga fólkið á botninum, enda að hefja starfsferilinn og hafa ekki mikið á milli handanna.

Því sé kannski tímabært að velta því upp hvort barnabörn eigi fremur að erfa fólk heldur en börn.

„Samkvæmt núgildandi lögum um erfðir erfir eftirlifandi maki, ef til staðar, 1/3 og eftirlifandi börn 2/3. Að meðaltali er fólk á sextugsaldri langt komið með að koma sér upp húsnæði og greiða mikið niður skuldir. Það er líka þannig að börn þeirra eru flutt eða við það að flytja að heiman og skuldsetja sig eftir mestu getu til að tryggja sér öruggt heimili.

Það er grunur undirritaðs að arfur kæmi þeim sem eru um 26 ára aldur miklu betur að notum heldur en þeim sem eru um 55 ára. Til dæmis mætti breyta lögum þannig að helmingur þess 2/3 hluta arfs sem fara ætti til barna, færi til barna þeirra barna.“

Hægt væri að útfæra þetta þannig að helmingur þess arfs sem á að fara til barna, samkvæmt núgildandi erfðalögum, færi heldur til barnabarna.

„Hægt er að útfæra þetta á nokkra vegu eftir smekk, en sú leið sem mér hugnast er að 2/3 hluti skiptist milli barna hins látna og helmingur hlutar hvers barns renni til barna viðkomandi ef hann/hún/hán á börn, annars heldur viðkomandi báðum helmingum.

Sá hópur sem yrði fyrir mestum missi við þessa breytingu er sú kynslóð sem höfundur tilheyrir en við höfum það að meðaltali mjög gott og gerðum vel að gæta að velsæld komandi kynslóða.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben