fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Katrín heldur glæpasagnanámskeið

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 11:04

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, formaður stjórnar Fasteigna Háskóla Íslands, og fyrrum forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar, heldur glæpasagnanámskeið í mars. 

Katrín er með MA-próf í íslenskum bókmenntum frá árinu 2004 og fjallaði lokaritgerð hennar um Arnald Indriðason og samfélagsmynd íslenskra glæpasagna, og í BA-ritgerð sinni árið 1999 fjallaði hún um sögu íslenskra glæpasagna. Katrín hefur einnig birt margar fræðigreinar um efnið og skrifaði glæpasöguna Reykjavík árið 2022 með Ragnari Jónassyni. 

Katrín ætlar þó ekki að kenna glæpasöguskrif á námskeiðinu, heldur mun hún fjalla um sögu íslenskra glæpasagna frá upphafi og kynna helstu kenningar um glæpasögur og vinsældir þeirra. Fjallað verður um uppruna glæpasagna og hvernig hefðin varð í kjölfarið til á Íslandi. Rakin verður saga íslenskra glæpasagna í samhengi við alþjóðlega þróun og kynntar helstu kenningar um glæpasögur, tilurð þeirra og vinsældir

Á námskeiðinu er fjallað um glæpasögur fram á níunda áratug 20. aldar og kynntir helstu höfundar og sögur, þróun og aðdraganda íslenska glæpavorsins sem talið er að hefjist í kringum aldamótin, nýjir íslenskir höfundar og sérkenni þeirra, og þróun á alþjóðavettvangi

Í auglýsingu um námskeiðið kemur fram að þátttakendur öðlast grundvallarskilning á glæpasögum, kynnast helstu greiningartækjum sem auðvelda við greiningu á afþreyingarbókmenntum og kynnast sögu bókmenntagreinar sem er orðin ein af útflutningsgreinum Íslands.

Námskeiðin mun vera fyrir alla sem hafa yndi af glæpasögum, vinna í tengslum við bækur og vilja bæta líf sitt með því að skilja betur heiminn í gegnum afþreyingarmenningu. Ennfremur fyrir öll þau sem vilja skilja betur tengsl bókmennta og hugmynda okkar um þjóðina.

Þátttakendur fá glærur í fyrsta tíma sem þeir geta stuðst við í tímunum. Þá verður dreift textabrotum til kynningar og bókalista.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill