fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. september 2025 06:30

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, ávarpaði Alþingi á dögunum. Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun í næsta mánuði taka þátt í ráðstefnu í Bejing í Kína og eiga fund með Xi Jinping, forseta Kína. Hefur Halla upplýst að þau muni meðal annars ræða friðarmál á þessum fundi.

Halla leggur jafnan mikla áherslu á gildi samtalsins og opinna samskipta en framhaldsskólaneminn Daníel Þröstur Pálsson er þó ekki sáttur með væntanlegan fund þjóðarleiðtoganna. Hann lýsir Xi Jinping sem einstaklega grimmum einræðisherra lands þar sem frelsi og lýðræði séu nánast ekki til. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísir.is.

Lýsir Daníel örlögum Nóbelsverðlaunahafans Liu Xiaobo, sem lét lífið í kínversku fangelsi:

„Eitt dæmi um það er Liu Xiaobo, maður sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2010 fyrir „langa og friðsama baráttu fyrir grundvallarmannréttindindum í Kína“. En hann tók til dæmis þátt í mótmælunum á torgi hins himneska friðar árið 1989 sem enduðu með því að skriðdrekar voru sendir inn til að rústa þessum friðsömu mótmælum sem leiddi til dauða yfir 2000 mótmælenda. Fékk Liu verðlaun þessi á meðan hann var í fangelsi, þar sem hann svo dó árið 2017. Ekki bara það heldur er Kína undir stjórn Xi í fyrsta sæti yfir fjölda fanga sem teknir eru af lífi og í 3. neðsta sæti lista „Reporters Without Borders“ yfir ritfrelsi.“

Bandamenn Rússa í Úkraínu

Daníel staðhæfir að Kínverjar hafi tekið virkan þátt í innrás Rússa í Úkraínu með stuðningi við stríðsrekstur Rússa. „Þó vissulega er Xi ekki búinn að senda hermenn til að berjast fyrir hönd Rússa í Úkraínu. Þá er hann búinn að senda dróna til Rússlands og fleiri nauðsynlega hluti fyrir stríðsrekstur þeirra. Ekki bara það heldur fór Pútin ásamt Kim Jong Un í heimsókn til Kína fyrr í mánuðinum þar sem Pútín og Xi skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að byggja gasleiðslu milli landanna tveggja.“

Á meðan þessu fer fram lýsi Kínaforseti yfir hlutleysi, sem augljóslega standist ekki skoðun.

Ofsóknir gegn Úigúrum

Daníel lýsir ofsóknum Kínverja gegn þjóðabroti Úigúra í norðvesturhluta Kína:

„Svo er auðvitað Uyghur-fólkið í Xijining, en þar eru yfir milljón Uyghurar í fangabúðum án þess að hafa fengið dóm né ákæru. Og er þetta stærsta fjöldafangelsun þjóðernishópa síðan í seinni heimsstyrjöldinni og hafa lönd eins og Bretland og Litháen fordæmt aðgerðirnar og sagt þær vera þjóðarmorð. En í stað þess að fylgja í fótspor þeirra og fordæma þessa hörmung ætlar Halla að fara í heimsókn og segir hún sjálf að hún sé „full tilhlökkunar“ til að hitta Xi Jinping.“

Frekar að styrkja tengsl við friðsöm ríki

„Í ljósi þess sem hér hefur verið nefnt er gífurlega erfitt, sorglegt og í raun fáránlegt að sjá forseta Íslands fara í heimsókn til leiðtoga sem getur ekki verið fjær gildum Íslands um frið, lýðræði og frelsi,“ segir Daníel ennfremur og hvetur forsetann til að styrkja fremur tengsl við ríki á borð við Tævan, Japan, Ástralíu og Nýja-Sjáland.

Greinina má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Í gær

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Í gær

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins