fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Bogi vinnur að nýjum þáttum

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 14:00

Bogi Ágústsson. Mynd: Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttamaðurinn þjóðþekkti Bogi Ágústsson er alls ekki sestur í helgan stein þótt hann sé hættur fréttalestri á RÚV. Bogi greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hann vinni nú, ásamt samstarfsmanni sínum á RÚV til margra ára Karli Sigtryggssyni, að nýrri þáttaröð sem sýnd verður á miðlum RÚV á næsta ári. Í þáttunum verður í senn bæði horft til fortíðar og samtíðarinnar en viðfangsefnið er ranghugmyndir Íslendinga um sögu Íslands.

Bogi segir í færslunni að í síðasta mánuði hafi hann dvalið í Kaupmannahöfn við grúsk á söfnum. Hann hafi einnig nýtt tímann, ásamt Karli, til að ræða við danska og sænska fræðimenn til undirbúnings fyrir þættina sem verði í sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsformi á miðlum RÚV á næsta ári. Bogi gefur viðfangsefnið ekki upp í færslunni en lætur fylgja með í athugasemd tengil sem hann segir að vísi á efni þáttanna.

Tengillinn vísar á umfjöllun sem hann vann sjálfur og var birt á vef RÚV í febrúar á síðasta ári. Umfjöllunin hefur yfirskriftina:

„Ranghugmyndir Íslendinga um eigin sögu.“

Í upphafi umfjöllunarinnar segir:

„Lífseig söguskoðun Íslendinga um forna gullöld, hnignun og auðmýkingarskeið heyrist enn þó að sagnfræðingar hafi fyrir löngu bent á að sagan sé miklu flóknari.“

Í umfjölluninni er síðan vitnað í rannsóknir og rætt við ýmsa sagnfræðinga sem hafa einmitt sýnt fram á að þessi einfaldaða mynd af Íslandssögunni, sem hefur löngum verið varpað fram í opinberri umræðu, stenst ekki skoðun. Minnt er einnig á í umfjölluninni að sagnfræðingar hafi í rannsóknum sínum fært sterk rök fyrir því að á öldum áður hafði það verið íslenska yfirstéttin sem hafi miklu frekar kúgað alþýðuna heldur en Danir.

Í ljósi þess hversu lífseig sú söguskoðun, sem ekki samræmist niðurstöðum rannsókna á Íslandssögunni, hefur verið má velta því fyrir sér hvort það sé ekki full þörf á þessum þáttum Boga og Karls.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“