fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 19:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Halla Hansdóttir Löf sem ákærð hefur verið fyrir að verða föður sínum, Hans Roland Löf, að bana á heimili þeirra við Súlunes í Garðabæ, í apríl síðastliðnum, hafði samkvæmt ákærunni misþyrmt honum og móður sinni í um tíu klukkustundir, með höggum og spörkum, áður en Hans beið á endanum bana.

Þetta kemur fram í frétt Vísis sem hefur ákæruna undir höndum.

Fram kemur að Margrét sé einnig ákærð fyrir tilraun til að myrða móður sína. Samkvæmt ákærunni beiti Margét foreldra sína ítrekuðu ofbeldi mánuðina á undan.

Þurftu foreldrar hennar ítrekað að leita sér læknisaðstoðar vegna ofbeldis Margrétar. Greinir Vísir frá því að Hans hafi verið nýkominn heim eftir tveggja daga vist á sjúkrahúsi, vegna áverka af völdum Margrétar þegar hann lést.

Fram kemur einnig í frétt Vísis að Hans, sem var ný orðinn áttræður, hafi reynt að flýja heimilið daginn örlagaríka en hnigið niður og á endanum látist eftir árás Margrétar. Hafi hann verið með mörg brotin rifbrein, innvortis blæðingar og áverka um allan líkamann. Móðir Margrétar hafi í kjölfarið verið lögð inn á sjúkrahús með áverka víða um líkamann.

Málið gegn Margréti fer fyrir dóm í haust en hálfbróðir hennar, sonur Hans af fyrra hjónabandi, krefst miskabóta og þess að Margrét verði svipt arfi eftir föður sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“