fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fréttir

Áður óbirt myndefni sýnir að Epstein mætti í brúðkaup Trump

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 07:23

Jeffrey Epstein og Donald Trump voru meiri mátar en áður hefur verið vitað

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður óbirt myndbönd og myndir eru taldar sýna hversu náið samband Donald Trump við níðinginn Jeffrey Epstein var. Myndefnið staðfestir að Epstein var meðal boðsgesta í brúðkaupi Donald Trump og Mörlu Maples árið 1993. Mæting Epstein í brúðkaupið, sem fór fram á Plaza-hótelinu í New York, hefur hingað til ekki verið á margra vitorði, fullyrðir CNN sem fjallar um málið.

Þá hefur einnig komið fram myndefni frá tískusýningu Victoria Secet í New York árið 1999 þar sem félagarnir sjást í hrókasamræðum og skemmta sér vel.

CNN bar myndefnið undir forsetann sem tók fyrirspurninni óstinnt upp. „Þið hljótið að vera að grínast í mér,“ sagði Trump og lét síðan dæluna ganga um hversu mikil falsfréttamiðill CNN væri. Þá sendi Hvíta húsið frá sér yfirlýsingu þar fréttaflutningurinn var fordæmdur.

Tíðindin þykja óheppileg fyrir Trump sem hefur reynt að gera lítið úr sambandi sínu við níðinginn alræmda, allt frá því að Epstein var handtekinn árið 2019.

Hefur Trump lagt áherslu á það að hann hafði á þeim tímapunkti ekki rætt við Epstein í rúm 15 ár sem allt bendir til að sé rétt. Vinslit urðu milli Epstein og Trump þegar þeir kepptust um sama fasteignaverkefnið á Palm Beach árið 2004.

Þá er ljóst að Trump hefur logið ýmsu til um samband sitt við Epstein. Þannig hefur hann fullyrt að hann hafi aldrei fengið far í flugvélum Epstein þegar hið rétta er að sjö sninnum er nafn hans á farþegaskrá í vél Epstein milli Palm Beach og New York.

Helstu stuðningsmenn Trump eru brjálaðir yfir því að hin svokölluðu Epstein-skjöl hafa ekki verið birt eins og lofað hafði verið. Trump er undir miklum þrýstingi vegna málsins en hið nýja myndefni þykir ýta undir þann möguleika að nafn forsetans sé að finna í skjölunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta
Fréttir
Í gær

Trefjar smíða björgunarbát fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Trefjar smíða björgunarbát fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar
Fréttir
Í gær

Kona í Grafarvogi greindi frá þjófnaði Wolt sendils en viðbrögðin voru önnur en hún átti von á – „Þetta er með furðulegustu sögum sem ég hef heyrt“

Kona í Grafarvogi greindi frá þjófnaði Wolt sendils en viðbrögðin voru önnur en hún átti von á – „Þetta er með furðulegustu sögum sem ég hef heyrt“
Fréttir
Í gær

Áslaug Arna setur upp slæðu til styrktar góðs málefnis

Áslaug Arna setur upp slæðu til styrktar góðs málefnis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gramir garðyrkjumenn flýja Karl konung – Nirfilsháttur og eitruð vinnumenning sögð fylgja stjórnsömum sprotakarli

Gramir garðyrkjumenn flýja Karl konung – Nirfilsháttur og eitruð vinnumenning sögð fylgja stjórnsömum sprotakarli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíl merktum Isavia stolið í gær – „Öryggisatvik átti sér stað“

Bíl merktum Isavia stolið í gær – „Öryggisatvik átti sér stað“